8. febrúar 2007

Breiðasta brosið


Í gær horfði ég á sjónvarpsþátt sem ég hef gaman að. Hann kallast Heroes og er að mörgu leiti frábær.
EN það er eitt atriði sem pirrar mig við hann og marga þætti og bíómyndir í dag og þið hljótið að hafa tekið eftir þessu.
Það eru allir með svo allt of hvítar tennur.
Nú er ég ekki að segj að gular tennur séu fallegar, en þegar tennur eru orðnar óeðlilega hvítar og allir eru með þessar skjannahvítu tennur þá er eitthvað ekki í lagi.
Man eftir að hafa séð ódýrann sjónvarpsþátt (eða sjónvarpsmynd) sem átti að gerast átjánhundruð og eitthvað. Faðirinn í myndinn var pípureykingamaður og bæði húð og rödd hans gáfu til kynna reykingar svo til alla æfi. En þegar hann brosti voru tennurnar skjanna hvítar. Þetta var í svo hrópandi ósamræmi við persónuna að ég gat ekki annað en látið það pirra mig.
Mér finnst menn (og þá er ég að tala bæði um karla og konur) vera komnir yfir strikið með að hvíta tennur sínar.

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

Hey þetta eru ofurhetjur stökkbreyttar auðvitað eru þær með hvítar tennur.

Nafnlaus sagði...

Þetta minnir mig alltaf á þáttinn með Vinum, Ross hvítaði á sér tennurnar, þær urður svona neonhvítar einhvern veginn.
Fólkið bíómyndunum er ekki bara með hvítar tennur heldur einnig frekar stórar og ALLAR BEINAR.

BbulgroZ sagði...

Hefi ekki veitt þessu athygli, en skal kíkja betur næst þegar ég horfi á mynd eða þátt : )

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...