25. maí 2007

Krapi og éljagangur er á Holtavörðuheiði.


Ekki alveg það sem óskað var eftir. Ætlaði mér norður í dag, en er komin á sumardekkin. Veðrið ekki beinlínis upp á það besta.

Vonandi batnar þetta þegar líður á daginn.

Nú fylgist maður grannt með þessari síðu.

23. maí 2007

Eplatréð mitt og Eyrúnar

Fyrir næstum 3 vikum síðan settum við Eyrún niður 6 eplasteina, 1 í hvern pott. Rúmri viku seinna var ekkert farið að gerast og ég læt Eyrúnu vita að tími sé kominn til að gefa þessa steina upp á bátinn. Eyrún er ekki sammála því og vill að við bíðum lengur, allavega fram yfir næstu helgi þar á eftir. Og viti menn á sunnudeginum sést í eitthvað lítið grænt í einum pottinum.




Svona var það 16.5.2007











Og tveimur dögum seinna, 18.5.2007








Og svo í dag.








Það er svo ótrúlegt að sjá hvað það vex hratt. Sé fyrir mér að bráðum verðum við komin með stórt og fallegt eplatré.

16. maí 2007

Auðkennislyklar




Jæja, þeir eru strax farnir að klikka. Mikið er ég núna sammála henni Svanhildi Hólm þar sem hún kvartar undan umræddum lykli. Ég hef sem betur fer ekki enn fengið mitt eintak fyrir minn persónulega banka, en nota þetta í vinnunni - bjakk, bjakk. Finnst þetta bara svo vitlaust.

14. maí 2007

Enn meira leikjanet.


Kann einhver að leysa þessa þraut? Ég var að verða vitlaus í gær við að reyna. Það sem á að gera er að tengja öll húsin við rafmagn, hita og vatn og meiga línurnar ekki skarast.

11. maí 2007

Kosningar

Fyrir þá sem ekki eru búnir að ákveða sig hvað þeir ætla að kjósa þá er þessi síða hjálpleg. Þarna svararðu nokkrum spurningum og færð svo upp prósentulega séð hvaða flokkur hentar þér best.

Vonbrigði

Á vef Orkuveitunnar er reiknivél sem reiknar út sparnað við að hjóla í stað þess að aka bíl. Þetta er sett upp í tengslum við Hjólað í vinnuna átakið sem er í gangi núna.

Að sjálfsögðu setti ég inn mína vegalengd og bíltegundina sem ég skil eftir heima. Og varð fyrir miklum vonbrigðum. Hélt ég væri að spara svo óskaplega mikið og eyða svo hrikalega miklum kaloríum. En í raun eru þetta ekki nema 130 kr (í bensínkostnað, ekki reiknað með öðrum rekstrarkostnaði við að eiga bíl) og 380 caloríur á dag.

Ég hélt þetta væri svo miklu, miklu meira í alla staði. Ég spara meiri pening á því að sleppa því að taka strætó!

Ég reiknaði út sumarið mitt frá byrjun maí til september loka og gerði ráð fyrir sumarorlofinu.
Sparnaður við að hjóla í stað þess að vera á bíl u.þ.b. kr. 10.000,-
Sparnaður við að hjóla í stað þess að taka strætó u.þ.b. kr. 20.000,- (græna- og gulakortið keypt því sumarið er frekar sundurslitið í ár).
Vá hvað það er dýrt að taka strætó.

Svo auðvitað held ég áfram að hjóla af því það er svo gaman og ég er að spara helling í strætókostnað.

8. maí 2007

"Að vera út' að aka"

Ætti frekar að vera út' að ganga.

Gangandi vegfarendur eru almennt í sínum eigin heimi, þekki þetta af eigin reynslu. Hugurinn reikar, það fer lítil hugsun í athöfnina sjálfa -að ganga- og áður en maður veit af er hugurinn kominn á flug.

Bara þessi litla staðreynd ætti að vera nóg rök til að aðskilja göngu- og hjólastíga.

Á sumum stígum er reynt að aðskilja þetta tvennt með málaðri línu, en mjög algengt er að menn misskilji línuna og eru röngu megin (mikið til túristar hefur mér fundist, greinilega finnst þeim rökréttara að hjólandi umferð fái meira pláss).

Annað sem gerist þegar við göngum og erum í okkar eigin heimi, við svingum um gangséttina.

Það ætti ekki að blanda saman gangandi og hjólandi, bíður hættunni heim. Vonandi fáum við hjólastíga flótlega sem eru aðskildir frá gangandi umferð og bílaumferð (eða allavega þannig að bílar komist auðveldlega framhjá hjólandi umferð).

Og að lokum. Setti hraðamet á hjólinu í dag. Fór í 34,7 km/klst!

6. maí 2007

Garðurinn minn



Um síðustu helgi bjó ég mér til lítinn matjurtargarð. Það tók u.þ.b. 3 klst að rista upp grasið, grjót- og rótahreinsa og stinga upp moldina. Afraksturinn er beð sem er 100x300 cm að stærð (og töluverðar harðsperrur). Niður í beðið fóru 11 kartöflur, gulrótar- og blómafræ (til skrauts).


Það kom strax í ljós að ekki er nóg að raða steinum í kringum beðið til að forða því frá átroðningi. Svo í gær kíktum við hjónin í Garðheima og keyptum þetta líka svakalega fína míni-gróðurhús sem við settum yfir beðið eftir að búði var að raka það til, bæta við gulrótar-, radísu- og kálfræjum. Nú bíður maður spenntur eftir að allt fari að spretta.


Síðan keyptum við okkur safnkassa undir garðúrgang og svona hitt og þetta úr eldhúsinu. Hefði aldrei trúað því að þetta gæti verið svona gaman. Nú dundar maður sér við að setja ávaxtaafganga, kartöfluhýði og fleira matarkyns í dollu inni í eldhúsi og rölta svo með það af og til út í safntunnu.

4. maí 2007

Jæja Inga þú verður að svara og allir aðrir sem vilja líka.

1. Miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik/ur?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú kerya með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...