Á vef Orkuveitunnar er reiknivél sem reiknar út sparnað við að hjóla í stað þess að aka bíl. Þetta er sett upp í tengslum við Hjólað í vinnuna átakið sem er í gangi núna.
Að sjálfsögðu setti ég inn mína vegalengd og bíltegundina sem ég skil eftir heima. Og varð fyrir miklum vonbrigðum. Hélt ég væri að spara svo óskaplega mikið og eyða svo hrikalega miklum kaloríum. En í raun eru þetta ekki nema 130 kr (í bensínkostnað, ekki reiknað með öðrum rekstrarkostnaði við að eiga bíl) og 380 caloríur á dag.
Ég hélt þetta væri svo miklu, miklu meira í alla staði. Ég spara meiri pening á því að sleppa því að taka strætó!
Ég reiknaði út sumarið mitt frá byrjun maí til september loka og gerði ráð fyrir sumarorlofinu.
Sparnaður við að hjóla í stað þess að vera á bíl u.þ.b. kr. 10.000,-
Sparnaður við að hjóla í stað þess að taka strætó u.þ.b. kr. 20.000,- (græna- og gulakortið keypt því sumarið er frekar sundurslitið í ár).
Vá hvað það er dýrt að taka strætó.
Svo auðvitað held ég áfram að hjóla af því það er svo gaman og ég er að spara helling í strætókostnað.
11. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
ég held að þetta sé ávinningur sem ekki verður mældur í krónum :)
líkamlega og umhverfislega ertu hetja sem allir ættu taka sér til fyrirmyndar
Jamm ég eyði 930 kaloríum á dag í mínum ferðum og spara 227 kr á dag. sem er minna en ég eyði ef ég tæki strætó.
Dáltið skentlett að skoða þettað. : )
Skrifa ummæli