23. maí 2007

Eplatréð mitt og Eyrúnar

Fyrir næstum 3 vikum síðan settum við Eyrún niður 6 eplasteina, 1 í hvern pott. Rúmri viku seinna var ekkert farið að gerast og ég læt Eyrúnu vita að tími sé kominn til að gefa þessa steina upp á bátinn. Eyrún er ekki sammála því og vill að við bíðum lengur, allavega fram yfir næstu helgi þar á eftir. Og viti menn á sunnudeginum sést í eitthvað lítið grænt í einum pottinum.




Svona var það 16.5.2007











Og tveimur dögum seinna, 18.5.2007








Og svo í dag.








Það er svo ótrúlegt að sjá hvað það vex hratt. Sé fyrir mér að bráðum verðum við komin með stórt og fallegt eplatré.

3 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Jahérna hér...þetta hefur mig langað að gera en ekki drifið í. Tókuð þið bara eplasteina úr epli segiði??

Frábó!!

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Já bara venjulega eplasteina. Stungið ofan í venjulega pottamold. En eins og þú sérð eru heimturnar ekki nema 1 planta af 6 steinum.

Hef heyrt að sítrónutré sé einstaklega fallegt og er að hugsa um að koma slíkum steinum í mold fljótlega.

Nafnlaus sagði...

úúú ég líka vera með, væri til í að sjá sítrónutré :)
en þarf maður svo ekki sólskála og læti til að eiga einhverja von um að það stækki eitthvað að ráði??

En svakalega gaman að sjá þetta stækka svona. Við förum fram á að væntanleg ræktun verði skráð samviskusamlega hér á blogginu :D

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...