8. maí 2007

"Að vera út' að aka"

Ætti frekar að vera út' að ganga.

Gangandi vegfarendur eru almennt í sínum eigin heimi, þekki þetta af eigin reynslu. Hugurinn reikar, það fer lítil hugsun í athöfnina sjálfa -að ganga- og áður en maður veit af er hugurinn kominn á flug.

Bara þessi litla staðreynd ætti að vera nóg rök til að aðskilja göngu- og hjólastíga.

Á sumum stígum er reynt að aðskilja þetta tvennt með málaðri línu, en mjög algengt er að menn misskilji línuna og eru röngu megin (mikið til túristar hefur mér fundist, greinilega finnst þeim rökréttara að hjólandi umferð fái meira pláss).

Annað sem gerist þegar við göngum og erum í okkar eigin heimi, við svingum um gangséttina.

Það ætti ekki að blanda saman gangandi og hjólandi, bíður hættunni heim. Vonandi fáum við hjólastíga flótlega sem eru aðskildir frá gangandi umferð og bílaumferð (eða allavega þannig að bílar komist auðveldlega framhjá hjólandi umferð).

Og að lokum. Setti hraðamet á hjólinu í dag. Fór í 34,7 km/klst!

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Uss suss suss, þú ferð allt of geiyst stúlka!! 34,7...er þetta ekki svona rösklegur gönguhraði??

Nafnlaus sagði...

Bang! Fransína það er mjög hratt.
Óþolandi gangandivegfarandur með ipod.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...