13. júlí 2007

RSS

Var að uppgötva þessa snilld.

Merki mér síður sem ég vil fylgjast með og get þá auðveldlega séð þegar menn hafa bætt einhverju nýju á síðuna sína. Sparar tíma og pirring yfir því að vera alltaf að kíkja á síður hjá fólki sem skrifar sjaldan.
Bætti tengli inn á síðuna hjá mér og það sem þarf að gera er að smella á og samþykkja að skrá sig (með einum smelli, ekkert að skrifa eða neitt). En það er líka hægt að skrá sig án þess að menn hafi þennan tengil.

Á takkaslánni hérna efst hjá mér er appelsínugulur takki sem ég get smellt á til að skrá "feed" eins og það kallast.

Síðan fer ég í uppáhaldstenglana mína (favorites) til að skoða hvort einhver hefur skrifað eitthvað nýtt og þá eru viðkomandi feitletraðir.

Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt, það er svo gaman.

6 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Hey frábó, ég ætla að ath þettaÐÐÐÐ

Nafnlaus sagði...

sniðugt, ég ætla líka að prófa þetta.

Nafnlaus sagði...

Spurning: hver er munurinn á RSS og Atom?
spyr sá sem ekki veit :)

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Nú bara veit ég ekki hvað Atom er svo ég get ekki svarað því.

En það skrítna er að ég get ekki skráð RSS á síðunni þinni Þorkatla, en samt ertu með blogspot eins og svo margir aðrir.

Þorkatla sagði...

Prufa núna, hef gert lítilsháttar breytingar.
:)

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Það virkaði. Frábært!

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...