18. júlí 2007

Sprengdi mig í morgun

Á leið minni til vinnu var strákhvolpur sem hélt að hann gæti hjólað hraðar en ég. En ég sýndi honum það sko að það borgar sig ekki að abbast upp á Franey Praney þegar hún er á hjólinu og svoleiðis stakk hann af!!!

Atvikið átti sér stað þegar við biðum á ljósum við Sæbrautina. Hann var á undan mér af stað yfir götuna og inn á stíginn. En eftir nokkrar sekúndur fyrir aftan hann sá ég að hraðinn var aðeins undir mínum óska hraða svo ég tók framúr. En lögmálið er svoleiðis að ef þú tekur framúr þá verður þú að sýna að þér er alvara með framúrakstrinum svo ég hjólaði eins og vitleysingur - með vindinn í fangið og allt. En hann tók ekki framúr mér aftur svo ég vann!

Hinsvegar er ég eldrauð eins og karfi núna rétt ný komin í vinnuna og með þreytuverki í fótunum, en það er vel þess virði.

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

He he.. þetta þekki ég vel og oftar en ekki alveg búinn eftir að einhver asni kemur of snemma inn í hjólatúrinn í kapp hugleiðingum. Skilaðu baráttukveðju til Eliots.

BbulgroZ sagði...

He he...skemmtilegt er það : ) hefi lent í þessu líka...stundum er þetta líka svona þegar maður er að ganga og tekur fram úr, sá framúr"akstur" tekur iðulega langan tíma og ef maður er að flíta sér þá hugsar maður lítið áður en maður leggur í framúrgönguna og á kannski ekki innistæðu fyrir henni og gengur á sama hraða og viðkomandi í dágóða stund, sem mér þykir oft dálítið vandræðalegt : )

Nafnlaus sagði...

Keppnisskapið alveg að fara með ykkur, ég afturmóti, tek yfirleitt ekki framúr, hvað þá fótgangandi, þoli ekki að hafa eihvern fyrir aftan mig. í staðinn fer ég hugsa hvað ég sé blessunarlega laus við allt þetta stress og hafi nógan tíma og er alsæl með að vera fyrir aftan :)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...