26. febrúar 2009

Sólókeppni í Óperunni


Í gær var undankeppni sólódans í klassískum ballett fyrir keppni í Svíþjóð. 3 dansarar komust áfram, og svo voru 3 til vara.


Hrund mín tók þátt í þessari keppni og stóð sig mjög vel. Sveif um sviðið eins og ekkert væri léttara eða skemmtilegra í heiminum. Hún var þó ekki í hópi þeirra 6 sem valdir voru áfram.


Á sviðið stigu 23 dansarar frá 3 ballettskólum (20 stelpur og 3 strákar). Þau stóðu sig öll stórvel og voru glæsileg á sviðinu. Mikið vildi ég að það væru fleiri tækifæri til að sjá klassískan ballett hér á landi hann er svo yndislegur á að horfa.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...