Hjólaði í gær 60 km í Bláalónsþraut á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur.
Með mér í Bestó-liðinu voru Adda og Haukur. Þórhallur hjólaði með öðru liði. Ekki það að maður þurfi að vera í liði til að taka þátt en það er bara gaman.
Þetta er einhver mesta þrekraun sem ég hef upplifað. Nokkrum sinnum var ég við það að gefast upp. Í fimmtu eða sjöttu brekku sem ég þurfti að teyma hjólið voru fæturnir ekki að vinna eins og venjulega. En ég komst á leiðarenda. Grútþreytt en virkilega ánægt með afrekið og alls ekki síðust í mark.
Haukur (3:45:52) var fyrstur af okkur, síðan ég (3:53:05) og Adda (3:58:35) var svo rétt á eftir mér. Þórhallur var svo óendanlega óheppinn að það sprakk 3x hjá honum og hann náði ekki að ljúka keppni. Það var að sjálfsögðu mikið svekkelsi.
Hér eru úrslitin, til að sjá kvennaflokkinn þarf að skrolla töluvert langt niður.
Síðan eru myndir. Þessar myndir eru teknar við markið. Merkilegustu myndirnar eru nr. 269, 270, 276, 277 og 278.
Eftir hjóleríið var farið í Bláalónið og aðeins slakað á vöðvunum sem var mjög gott.
Ég var aum og þreytt í öllum skrokknum í gær. Bjóst við að vera með harðsperrur út um allt í dag, en er bara nokkuð góð. Finn fyrir þreytu, þó ég hafi farið mjög snemma að sofa og sofið vel í nótt.
15. júní 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
4 ummæli:
oh... við stóðum okkur svo vel!
ég sit í vinnunni á mánudegi kl.16:40 og er alveg að sofna... búin að vera þannig í allan dag.
Hlakka til næst :)
Adda
Já ég var líka alveg að sofna í hádeginu. Fékk mér þá kaffisopa og það hjálpaði til.
En EF það verður NÆST þá skulum við vera meira samferða. Við erum greinilega á svipuðu róli í hraða og þoli. Og við hefðum getað hjálpast að í mótvindinum í gær ef við hefðum verið meira samferða.
Góð hugmynd : )
Adda
Sæl Bjarney mín :) Mikið rosalega ertu dugleg, rosalega er ég stolt af þér að leggja í þetta :) Ég myndi hugsa mig vel um og þurfa að vera í mikilli og góðri þjálfun til að fara út í svona lagað :)
Skrifa ummæli