3. júní 2009

Hjóladagar


Ég tók mér 2 daga frí frá vinnu strax eftir helgina. Fannst ég vera orðin svo ansi leið eitthvað og pirruð og þá er best, hafi maður tök á því að kúpla sig út í smá stund. Sem ég og gerði.
Í gær fór ég svo í lengsta hjólreiðatúrinn minn til þessa. Samtals 33 km. Það var ágætis hjólaveður, þurfti nokkrum sinnum að setja upp vettlingana vegna kulda en að öðru leiti mjög gott.
Eftir 25 km tók ég reynda mjög gott stopp, fékk mat og svona hjá foreldrunum áður en hringnum var lokað.

1 ummæli:

Refsarinn sagði...

Flottur hringur systir kær.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...