28. maí 2009

Sjónin




Fór til augnlæknis í morgun. Hef átt í vandræðum með sjónina undanfarið. Á erfitt með að fókusa á t.d. tölvuskjáinn og það sem er í þeirri fjarlægð frá mér.
Kemur í ljós að nærsýnin hjá mér er að minnka. Fer úr 2,0 í 1,5 en er líka komin með smá sjónskekkju.
Svo er víst partur af þessu líka aldurinn. Augasteinninn á orðið erfiðara með það að aðlaga sig að mismunandi fjarlægðum, þ.e. augað þarf nákvæmari gleraugu til að sjá rétt.

Þá er að fara í gleraugnabúð og sannfæra starfsfólkið þar um að skipta bara út öðru glerinu, þó hitt sé rispað og svoleiðis. Það munar varla svo mikið um hálfan að það hafi áhrif á útlitið (þið vitið ef ég er með mjög sterkt á öðru en ekki hinu þá getur annað augað virst töluvert stærra en hitt).

1 ummæli:

abelinahulda sagði...

Æi Bjarney mín þetta er nú ljóta með sjónina þína. Skrýtið að ekki skuli vera hægt að kaupa bara eitt gler þegar vitað er að það er bara annað notað?
Er ekki hægt að tala við einhverja meiriháttar um þetta, t.d. tryggingastofnun?
Svo myndi ég skoða þessa gleraugnabúð sem auglýsir alltaf á Útvarpi Sögu, ódýr gler og ókeypis fyrir börn og fleira.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...