4. ágúst 2009

Of gott veður til að vera í innivinnu.

Í gær kom hersing manns að vinna í garðinum okkar. Það virkaði allavega sem hersing miðað við afraksturinn. Grasið var slegið og nokkrar greinar klipptar, þessar sem voru mest í gangveginum.









Myndirnar eru teknar áður en vinnan hófst og á meðan á vinnu stóð. Við fylltum a.m.k. 16 ruslapoka af því sem hreinsað var. Og munurinn er ótrúlegur. Þetta er að verða alvöru garður og nú sér maður betur hvað við er að eiga. T.d. komu í ljós 5 eða 6 rótarhnyðjur sem við mundum vilja grafa upp. Svo er steinabeð í garðinum sem einhverntíman hefur verið virkilega fallegt en ég ætla að taka í burtu.

En núna ætlum við að klára innivinnuna og flytja inn og koma okkur fyrir. Svo er hægt dunda sér við að koma garðinum í það horf sem við viljum hafa hann í.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...