Sá 64 hjólreiðamenn í morgun. Sem er bæði met ársins og mesti fjöldi síðan talningar hófust.
Fór leiðina Elliðaárdalur - Fossvogsdalur - Hringbraut sem er u.þ.b. 10 km löng.
Hjólreiðamaður nr. 50 var Adda mágkona sem er skemmtileg og ótrúleg tilviljun því á síðasta ári þegar svipað fjöldamet var sett voru hún og Þórhallur nr. 49 og 50 (sjá þessa færslu).
Meðalhraðinn 19,9 km/klst (hámarks hraðinn rétt rúmlega 30 km/klst svo ég hef farið þetta á nokkuð jöfnum hraða). Ég á í smá vandræðum með gírana, þ.e. gírskiptirinn að framan er hættur að virka og er fastur í þyngsta gír. Sem er svo sem allt í lagi þó það væri betra að geta notað hann á leið upp brekkur. En staðreyndin er sú að ég nota ekki nema 5-6 gíra af þessum 24 gírum sem eru á hjólinu og vildi að ég væri með þyngri gíra í staðin fyrir alla þessa léttu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli