Þvílíkt fjöldamet sett í morgun í mínum talningum. Taldi 58 hjólreiðamenn. Gætu hafa verið fleiri en til að vera örugglega ekki að telja menn tvisvar voru vafaaðilar hafðir útundan. Nr. 49 og 50 voru Adda og Þórhallur.
Hef aldrei nokkurntíman talið svona marga. Fór Fossvogsdalinn og þar er bókstaflega krökkt af hjólreiðamönnum og gaman að segja frá að langflestir eru með hægri umferðina á tæru, þrátt fyrir ruglandi línumerkingar á stígunum. Helsti gallinn við þessa leið eru blindbeygjurnar, en þær eru nokkrar.
Og svo langar mig að monta mig svolítið af honum stóra bróður mínum. En í morgunblaðinu í gær kom mynd af honum þar sem hann tók þátt í Kópavogsþríþrautinni; 400m sund, 10 km hjólreiðar og 2.5 km hlaup. Hér eru úrslitin og varð hann í 11 sæti í karlaflokki sem er frábær árangur. Til hamingju með það Þórhallur!
19. maí 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli