Hjólaði meðfram Miklubraut í morgun. Einu sinni hjólaði ég þá leið að jafnaði til og frá vinnu en þá hjólaði ég líka hægar. Þessi leið hentar mér ekki lengur því ég vil fara hraðar yfir og án töluverðra hindrana. En þessi leið er sannarlega þrautabraut.
Og hér kemur tuðið í pirruðum hjólreiðamanni.
Fyrsti kaflinn er í lagi, frá Skeiðarvogi að Grensásvegi (ef horft er framhjá glerbrotahrúgum hér og þar).
Síðan er það brekkan upp að Háaleitisbraut sem endar í blindhorni og ég get hvorki séð hvort bílar eru að koma upp brekkuna og ætla að beygja til hægri eða þeir mig vegna brekkunnar sem búin var til í þeim tilgangi að dempa hljóðið frá bílunum. En brekkan nær of langt upp og of nálægt gatnamótunum og hindrar útsýni. Gatnamótin þarna yfir voru löguð fyrir ekki svo löngu og þá var settur skrítinn rani af kantsteini, líklegast til að beina umferð hjólandi í rétta sveigju, en að sjálfsögðu hafa snjóruðnings tækin ekki séð þennan rana í vetur og hann er nokkuð laskaður, fyrir utan að vera til mikilla óþurfta.
Næsti kafli nær að Kringlumýrarbraut og hér er umferðin um stíginn orðin meiri bæði af gangandi og hjólandi. Ég sé að hjólreiðamenn eru þó farnir að halda sig hægra megin á stígunum sem er gott og flestir gangandi líka. En helsta hindrunin hér er strætóskýlið við göngubrúna. Þar er allt morandi í glerbrotum og ég virðist alltaf hitta þannig á að strætó er stopp og að hleypa út farþegum sem oftar en ekki eru mjög ómeðvitaðir um umhverfi sitt og gera ekki ráð fyrir umferð hjólandi.
Gatnamótin yfir Kringlumýrarbraut eru ómöguleg og leiðinda þrautabraut.
Þá tekur við beinn og breiður stígur sem nær alveg að Stakkahlið en þar mjókkar gangstéttin og gróðurinn reynir sitt besta til að yfirtaka stíginn.
Stígurinn við Miklatún hefur mátt muna fífil sinn fegurri og er löngu orðið tímabært að endurnýja hann.
Sem sagt margt á þessari leið hraðatefjandi og ég mun ekki fara hana aftur í bráð.
21. maí 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
1 ummæli:
Ég fer mjög sjaldan alla þessa leið, oftast beygi ég til hægri hjá grensás eða fer bústaðaveginn.
Það er líka leiðinleg sveigja og óþarfa brekka þarna út af umferðamannvirki.
Skrifa ummæli