19. september 2012

Viðhald í borginni

Það var leiðinda veður í síðustu viku og sjórinn við Sæbraut ólmaðist og hamaðist, bæði við að skvetta sjó yfir stíginn og þá sem þar ferðuðust en líka að kasta til möl og sandi.
Á föstudaginn sendi ég inn ábengingu til Reykjavíkurborgar gegnum ábendingaslóð sem þeir hafa á síðunni sinni (Sjá hér) og fékk ég strax tölvupóst um að ábenginin væri móttekin.

Ég hef nokkrum sinnum sent inn ábendingar í gegnum þessa slóð og alltaf séð að brugðist er við þeim - þar til nú.

Á mánudaginn (eftir vinnu) svaraði ég tilkynningapóstinum til að minna á að ekki værí búið að hreinsa stíginn og setti þessa mynd með sem ég tók á leiðinni heim (best að smella á myndina til að sjá hana stærri).
En enn er þó ekki búið að hreinsa þetta af stígnum.  Svo í morgun hringdi ég í hverfastöina og vonandi hefur það tilætluð áhrif.

1 ummæli:

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Jæja loksin var búið að hreinsa þetta þegar ég hjólaði heim í gær rétt tæpri viku eftir að ég tilkynnti þetta inn.

Tek það fram að venjulega þegar ég hef sent inn athugasemdir um þörf á hreinsun sambærilegri þessari að þá hefur lang oftast verið brugðist fljótt við.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...