Augljóslega fer strætó meiri krókaleiðir en ég og þarf að stoppa oftar en þetta hefur ekki gerst áður og ég hafði gaman að því.
21. mars 2013
Samferða strætó
Augljóslega fer strætó meiri krókaleiðir en ég og þarf að stoppa oftar en þetta hefur ekki gerst áður og ég hafði gaman að því.
17. mars 2013
Met vika á hjólinu.
Runkeeper.com er svo duglegt að halda utan um alla mína hjólamennsku og er ekki síður duglegt að láta mig vita þegar ég bæti mig og geri eitthvað vel.
Þegar ég hlóð inn hjóleríi gærdagsins (laugardagur), sem var óvenju mikið þá fékk ég skilaboð bæði strax frá kerfinu og líka í töluvpósti um þessi vika væri metvika hjá mér á hjólinu. Nú veit ég ekki hvernig það reiknar út viku (sunnud.-laugar. eða mánd.- sunnud.) en það gæti vel farið svo að ég hjóli líka í dag og bæti þannig metið enn frekar.
11. mars 2013
Bjart í morgun.
Næstum albjart í morgun þegar ég lagði af stað í vinnuna (kl. 7:30) og í fyrsta skipti á þessu ári sem ég er á báðum áttum með hvort þurfi að kveikja ljósin á hjólinu. Ég kveikti ljósin engu að síður en get hlakkað til að stutt er í að þess þurfi ekki og ég get skipt út framljósinu fyrir körfu.
6. mars 2013
Er veturinn seint á ferð eða páskahretið svona snemma?
Veturinn hefur verið einstaklega mildur hér á suðversturhorni landsins, þar til í dag. Fyrir utan nokkuð hvassan vind (vorum í því að elta plöturnar úr gróðurhúsinu þangað til okkur datt loksins í hug að bíða með að setja þær í húsið aftur) þá hefur varla sést snjór þennan vetur. En nú í morgun þegar við vöknuðum var allt orðið hvítt og blindbylur úti.
Ég skildi hjólið eftir heima og tók strætó í vinnuna. Myndin hér að ofan er fengin af vef vegagerðarinnar, ég tók mynd af henni því það er ekki oft sem svo til allir vegir til og frá höfuðborginni eru ófærir í einu.
Elías tók þessa mynd af bílnum þegar hann var mættur í vinnuna í morgun. Hann sagði að það hefði frosið jafnóðum á framrúðunni og þurrkurnar varla haft við út af því.
Það er samt eitthvað pínu heillandi við svona óveður.
Ég skildi hjólið eftir heima og tók strætó í vinnuna. Myndin hér að ofan er fengin af vef vegagerðarinnar, ég tók mynd af henni því það er ekki oft sem svo til allir vegir til og frá höfuðborginni eru ófærir í einu.
Elías tók þessa mynd af bílnum þegar hann var mættur í vinnuna í morgun. Hann sagði að það hefði frosið jafnóðum á framrúðunni og þurrkurnar varla haft við út af því.
Það er samt eitthvað pínu heillandi við svona óveður.
1. mars 2013
Febrúar 2013
Með heitari febrúarmánuðum frá því mælingar hófust
Á mynd sést hjólaðar vegalengdir hvern dag í febrúar (fyrstu tvær súlurnar eru reyndar í janúar.
Á mynd sést hjólaðar vegalengdir hvern dag í febrúar (fyrstu tvær súlurnar eru reyndar í janúar.
Febrúar hófst með snjó, þ.e. það sjónaði fyrstu helgina í
febrúar og mánudaginn 4. feb. var erfitt að hjóla vegna færðar. En stígar eru ekki hreinsaðir um helgar sem er bagalegt því það sem af er ári hefur bara snjóað um helgar. En snjórinn var fljótur að bráðna enda rigndi
mikið og hitastigið var almennt um 5°C á morgnana (fór hæst í 8°C)
Ég hjólaði 17 af 20 vinnudögum í vinnuna. Var veik í 2 og enn of slöpp til að hjóla
þann þriðja. Sá að meðaltali 5 á hjóli
hvern dag bæði að morgni og á heimleið.
Flesta sá ég 6. feb eða 8 að morgni og þann 25. feb. á heimleið en þá
voru 10 á ferli á hjóli. Reyndar var ég
þá á ferðinni um kl. 18 og að koma úr Kópavoginum. Samtals sá ég 89 á hjóli að morgni til og 90
seinni partinn sem er svipað og í janúar ef miðað er við dagafjölda í mánuðum.
Heildar vegalengd febrúarmánaðar er 225,65 km, en eins og
áður fer ég stundum í styttri snatt ferðir án þess að taka Garmin með mér og er
það því ekki með í þessari tölu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...