1. mars 2013

Febrúar 2013

Með heitari febrúarmánuðum frá því mælingar hófust

Á mynd sést hjólaðar vegalengdir hvern dag í febrúar (fyrstu tvær súlurnar eru reyndar í janúar.

Febrúar hófst með snjó, þ.e. það sjónaði fyrstu helgina í febrúar og mánudaginn 4. feb. var erfitt að hjóla vegna færðar.  En stígar eru ekki hreinsaðir um helgar sem er bagalegt því það sem af er ári hefur bara snjóað um helgar.  En snjórinn var fljótur að bráðna enda rigndi mikið og hitastigið var almennt um 5°C á morgnana (fór hæst í 8°C)
Ég hjólaði 17 af 20 vinnudögum í vinnuna.  Var veik í 2 og enn of slöpp til að hjóla þann þriðja.  Sá að meðaltali 5 á hjóli hvern dag bæði að morgni og á heimleið.  Flesta sá ég 6. feb eða 8 að morgni og þann 25. feb. á heimleið en þá voru 10 á ferli á hjóli.  Reyndar var ég þá á ferðinni um kl. 18 og að koma úr Kópavoginum.  Samtals sá ég 89 á hjóli að morgni til og 90 seinni partinn sem er svipað og í janúar ef miðað er við dagafjölda í mánuðum.
Heildar vegalengd febrúarmánaðar er 225,65 km, en eins og áður fer ég stundum í styttri snatt ferðir án þess að taka Garmin með mér og er það því ekki með í þessari tölu.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...