21. mars 2013

Samferða strætó


Í morgun var ég samferða strætó nr. 12.  Þ.e. við hittumst fyrst á ljósunum við gatnamót Sæbrautar og Langholtsvegar og svo aftur á ljósunum við gatnamót Hverfisgötu og Klapparstígs.  Mætingastaðir merktir með rauðum punkti á myndinni.

Augljóslega fer strætó meiri krókaleiðir en ég og þarf að stoppa oftar en þetta hefur ekki gerst áður og ég hafði gaman að því.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...