27. apríl 2014

Nýtt hjól!!!

Stór dagur í mínu lífi í gær.  Lét drauminn rætast og keypti mér fallegt borgarhjól.  Af því ég er í hærri kantinum þá var ekki auðvelt að finna hjól í minni stærð.  Við hjónin vorum búin að skoða margt og mikið á netinu en ákváðum að fara í vettvangskönnun í gær.  Byrjuðum á því að fara í Reiðhjólaverzlunina Berlín.  Þar eru mjög mörg falleg hjól til sölu.  Hann átti ekki til hjól í minni stærð en ný sending var væntanleg í maí.  Næst fórum við í Kríu úti á Granda.  Þar áttu þeir eitt hjól sem passaði mér og ég fékk að prófa og það er svona dásamlega ljúft.  Svo við gerðumst kærulaus og keyptum það á staðnum.


Þetta er 8 gríra hjól (gírarnir innbyggðir í öxulinn á dekkinu) með handbremsum (V-bremsur) og dinamó ljós að framan og aftan (innbyggt í dekkið líka).  Dekkin eru mjó og slétt með endurskinsrönd allan hringinn, stýrið hátt og brettin eru með drullusokkum neðst. Bögglaberi aftan á hjólinu með körfu sem auðvelt er að taka af.

Jómfrúar ferðin var farin frá búðinni og heim þar sem ekki tókst að koma hjólinu á hjólastandinn okkar, ætlum að athuga með svona stöng sem hægt er að fá.  Annars verður gamla hjólið mitt notað sem utanbæjar- og vetrarhjól.  Þar sem ekki er hægt að setja nagladekk undir nýja hjólið án þess að taka brettin af og það er bara kjánalegt.

Er mjög sátt eftir fyrstu hjólaferðina og hlakka til að hjóla í dag og alla næstu daga.

Hér er svo mynd af fyrstu hjólaferðinni tekið af endomondo.com.

23. apríl 2014

Hjólabraut við Sæbraut

Framkvæmdir hafnar að hjólastíg meðfram Sæbraut.  Og það var glampandi sól í morgun og dásamlegt að hjóla.  Veðurspáin er mjög góð fyrir næstu daga en langtímaspá telur að það eigi enn eftir að koma næturfrost svo ég læt naglana vera undir hjólinu aðeins lengur þó það sé mjög svo freistandi að fara á sumardekkin.

16. apríl 2014

Páskahret


Fór heim á hádegi á föstudag með pest.  Mætti í vinnuna í gær (þriðjudag) en treysti mér ekki til að hjóla þar sem ég var ekki komin með fullan kraft aftur, en vonaðist til að geta hjólaði í dag.  En því miður, enn einn dagurinn sem ég stíg ekki á hjólið og það er leiðinlegt.  Ekki síst vegna þess að mig langar að ná 100% hjóli á virkum dögum til og frá vinnu.  Þeim áfanga náði ég í febrúar en núna í apríl er staðan í 50%, en það eru 6 virkir dagar eftir að mánuðinum svo ég gæti náð þessu upp í rúm 80% ef ég hjóla þá alla.  Það er eitthvað til að stefna að.

En að veðrinu, það sem sagt fór að snjóa í gærdag eftir ágætis vorveður.  Spáð rigningu eða slyddu næstu daga og einhver blástur.

7. apríl 2014

Tjaldurinn mættur.

Á leið í vinnu í
morgun, stóðst ekki mátið að smella af þeim mynd.

Vorboði, ég er þó enn á nagladekkjunum og stefni á að taka þau ekki undan hjólinu fyrr en eftir páksa.

4. apríl 2014

Útilistaverk. Veggjaskraut við Sæbraut.

Framhjá þessum vegg hjóla ég næstum á hverjum degi og hef oft hugsað hversu tilvalinn hann væri til myndskreytinga.  Menn hafa svo sem verið duglegir að spreyja tákn og annað á hann en ná ekki upp nema í takmarkaða hæð og það hefur virkar oft meira eins og krass.  Þess vegna gladdist ég að sjá þessar myndir sem komnar eru núna.
  



1. apríl 2014

Hjólað í mars

Hjólaði samtals 278 km í mánuðinum, þar af 212,7 km til og frá vinnu og 65,3 km í annað.  
Hjólaði 19 af 21 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu (einn veikindadagur og spurngið afturdekk einn morguninn).
Sá að meðaltali 7 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 14 til vinnu og 17 á heimleiðinni.  Einn daginn sá ég engan annan á hjóli, það var 26. mars en þá hafði verið spáð leiðinda veðri, það er samt mjög óvenjulegt að sjá engan.  Á heimleiðinni þann sama dag sá ég einn annan á hjóli.

Nú er orðið albjart á morgnana og ekki þörf á að kveikja ljósin á hjólinu.  Fyrri part mánaðarins ríkti vetur en nú er eins og vorið sé komið og að sjálfsögðu heldur maður í þá von.  Þó er ég enn á nagladekkjunum og mun ekki taka þau undan fyrr en í lok mánaðarins þar sem ég vil ekki taka áhættuna á því að komast ekki til vinnu á hjólinu ef veðrið versnar.

Er nýlega búin að uppgötva þessa mynd inni í endomondo.com (forritið sem heldur utan um hreyfinguna hjá mér).
Þarna stendur að frá því ég hóf að skrá hjólaferðirnar mína hjá þeim (18. apríl 2014) þá hef ég brennt sem samsvarar 223 hamborgurum og hef hjólað 0,076 af leiðnni hringin í kringum hnöttinn og 0,008 af leiðinni til tunglsins.  Að meðal hraðinn hjá mér á hjólinu er 14 km/klst og ég hef samtals hjólað í 8 daga, 23 klst og 30 mín.  Allt tilgangslausar staðreyndir en samt svo gaman að vita.

Viðbót 7.4.2014
Var að fá póst frá endomondo með upplýsingum um hreyfingu í mars.  Þarna inni er mjög stuttur göngutúr sem ég fór í og útskýrir ósamræmi milli talna.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...