27. apríl 2014

Nýtt hjól!!!

Stór dagur í mínu lífi í gær.  Lét drauminn rætast og keypti mér fallegt borgarhjól.  Af því ég er í hærri kantinum þá var ekki auðvelt að finna hjól í minni stærð.  Við hjónin vorum búin að skoða margt og mikið á netinu en ákváðum að fara í vettvangskönnun í gær.  Byrjuðum á því að fara í Reiðhjólaverzlunina Berlín.  Þar eru mjög mörg falleg hjól til sölu.  Hann átti ekki til hjól í minni stærð en ný sending var væntanleg í maí.  Næst fórum við í Kríu úti á Granda.  Þar áttu þeir eitt hjól sem passaði mér og ég fékk að prófa og það er svona dásamlega ljúft.  Svo við gerðumst kærulaus og keyptum það á staðnum.


Þetta er 8 gríra hjól (gírarnir innbyggðir í öxulinn á dekkinu) með handbremsum (V-bremsur) og dinamó ljós að framan og aftan (innbyggt í dekkið líka).  Dekkin eru mjó og slétt með endurskinsrönd allan hringinn, stýrið hátt og brettin eru með drullusokkum neðst. Bögglaberi aftan á hjólinu með körfu sem auðvelt er að taka af.

Jómfrúar ferðin var farin frá búðinni og heim þar sem ekki tókst að koma hjólinu á hjólastandinn okkar, ætlum að athuga með svona stöng sem hægt er að fá.  Annars verður gamla hjólið mitt notað sem utanbæjar- og vetrarhjól.  Þar sem ekki er hægt að setja nagladekk undir nýja hjólið án þess að taka brettin af og það er bara kjánalegt.

Er mjög sátt eftir fyrstu hjólaferðina og hlakka til að hjóla í dag og alla næstu daga.

Hér er svo mynd af fyrstu hjólaferðinni tekið af endomondo.com.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...