Í lok maí setti ég sumardekkin undir gamla hjólið mitt. Auðvitað settist ég upp á það og tók smávægilegan hring (hef ekki hjólað á því síðan ég fékk nýja hjólið) - og þvílíkt áfall. Þetta hjól sem hefur verið mér tryggur ferðafélagi í 7 ár er hræðilegt, lætur illa að stjórn, er þung og mér fannst ég begja mig langt fram og vera með höfuðið niður við götu. Mér leið verulega illa eftir þetta, hef aldrei upplifað hjól svona áður en ég hafði átt von á því að upplifa "komin heim" tilfinningu við að stíga á gamla fákinn.
Síðan þá hef ég einu sinni prófað hjólið aftur og nú ekki með sömu væntingar. Það er enn eins og að fara á gamlan traktor en þó ekki eins slæm upplifun og síðast. Mér finnst samt ekki spennandi að þurfa að hjóla á því næsta vetur og nú er spurningin hvað er til ráða? Kannski ég steli hjólinu frá eiginmanninum en það er ekki eins svakalega þunglamalegt og þetta hjól.
En þó er rétt að taka fram að ég á eftir að láta yfirfara hjólið eftir veturinn og það gæti eitthvað skánað við það (vonandi).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli