27. júní 2014

Hjólakeppni hringinn í kringum landið.

Hjólreðakeppnin WOW cyclothon er að ljúka.  Öll lið eru komin í mark og aðeins einsaklingar eftir.  Enda er þetta ótrúleg þrekraun fyrir einstakling að hjóla allan hringinn á 3-4 sólarhringum.
Það hefur verið gaman að fylgjast með keppninni á netinu, þrátt fyrir tæknilega örðugleika þá hefur að mestu verið hægt að fylgjast með liðum og keppendum á Íslandskorti.
Þórhallur bróðir var fyrirliði í liði sem kallar sig Hreystimenn og voru þau í 18-20 sæti en þrjú lið tóku sig saman og hjálpuðust að og voru samferða síðustu 700 km og komu samtímis í mark.  Ég tók þessi þrjú skjáskot í gær.  Þau komu svo í mark kl. 16:45.





Eftir vinnu í gær ákvað ég að hjóla upp að Rauðavatni þar sem endamarkið var og freysta þess að verða vitni að því þegar hópurinn kæmi í mark.  Ég reiknaði út að það yrði um kl. 17 og að það tæki mig líklega 40 mín að komast þarna uppeftir.  Mér til mikilla vonbrigða fann ég ekki endamarkið en eftir að hafa þvælst fram og til baka (engar stuttar leiðir ef þú ætlar að fylgja stígakerfinu) þá náði ég engu að síður að verða vitni að því þegar hópurinn hjólaði meðfram vatninu og var það huggun harmi gegn.

Viðbót 30.6.2014:
Tók þessa mynd þegar ég sá hópinn hjóla framhjá.  Var reyndar frekar lengi að ná upp símanum og smella af svo þetta eru öftustu menn.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...