4. febrúar 2016

Að velja leið til og frá vinnu.

Uppáhalds leiðin mín til og frá vinnu er meðfram Sæbraut.
Leiðin er greið og að mestu á stígum, það er bara í uppafi og enda ferða sem ég hjóla á götunni og þá þar sem umferðahraði er almenn ekki mikill.  Helsti gallinn við þessa leið er að hún getur verið vindasöm þar sem ekkert er til að stöðva eða hrindra vindinn.  En kosturinn er fallegt umhverfi sem virðist aldrei vera eins.  Svo er mikið til sama fólkið sem hjóar á móti á morgnana, sumir heilsa og aðrið ekki eins og gengur.

Ef eitthvað er að verði (rok aðallega) eða nýlega hefur snjóað þá fer ég þessa leið (að vetri til):
Hún er aðeins styttri en Sæbrautarleiðin, skjölbetri og svo til öll á stígum.  En maður er nær umferðinni og þarf oftar að fara yfir götur og það er helsti gallinn á þessari leið.  Umhverfið er heldur ekki eins skemmtilegt.  Hún er hinsvegar yfirleitt alltaf rudd áður en ég legg af stað og því vel ég hana þegar snjóað hefur um nóttina og eini hjólateljarinn á Íslandi er við þennan stíg, þó hann reyndar telji ekki hjól þegar þykkt lag af snó er yfir stígnum.

Þegar ekkert er að færð en rokið er mikið fer ég afbrygði af þessari leið í gegnum Laugardaginn.  Þar er alltaf gaman að hjóla (nema kannski á sumrin þegar margt fólk er á stígnum og erfitt er að komast leiðar sinnar).

En hvernig ákveð ég hvaða leið ég ætla að fara?
Jú hafi maður heyrt um það að von sé á slæmu veðri eða maður hreinlega heyrir það og sér í gegnum gluggann hjá sér þá fer ég inn á www.vegagerdin.is sem er að mínu viti besta síðan til að sjá hvernig veðrið er akkúrat núna.  Þar inni er síða sem kallast vegsjá og þar er þessi mynd:
Hér sé ég strax vindáttina og hversu kröftugur vindurinn er.  Reyndar hef ég ekki fundið lýsingu á því hvað litirnir á örvunum tákna en svartur/grár virðist vera logn, blár einhver blástur svo gulur og rauður er strakasti vindurinn.
Svo súmma ég inn að Reykjavík:
þarna hef ég smell á veðurör og fæ þá nokkuð góðar upplýsingar um hversu sterkur vindurinn er og vindhviður (stundum opnast myndir og þá þarf að fletta aftast í þeim til að sjá þessar veðurupplýsingar).
Ég fer líka inn á www.vedur.is sem er síða veðurstofunnar en mér finnst upplýsingarnar þar ekki eins góðar.  Það hefur líka margoft verið gefið út að ekki sé treystandi á myndupplýsingarnar og því verði að lesa textann og hann er yfirleitt svo almennur að mér finnst hann ekki nýtast mér til ákvaðanatöku.  En samt fer maður þar inn til að fá einhverja hugmynd um það hvað framundan er.
Svona er t.d. spáin fyrir daginn í dag um kl. 18 en þá er spáð stormi:


Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...