12. febrúar 2016

Alþjóðlegur dagur vetrarhjólreiða er í dag 12. febrúar 2016



Hér er kort af heimimum og kúlurnar sýna hvar menn hafa skráð sig til þáttöku og hversu margir:

Hér hef ég þysjað inn á landið mitt fagra:

Annað árið í röð sem ég tek þátt (og sem ég vissi af þessum viðburði).  Fór leiðina Álfheimar-Suðurlandsbraut-Laugavegur.  Hitamælirnn á húsinu mínu sagði -10°C en mælirinn við Laugaveg sagði -5°C.  Sama hvort er réttara þá var loftið sem ég andaði að mér kalt.
Sá 9 aðra á hjóli (sá fleiri í gær, eða 11, ætli menn hafi ruglast á dögum?).
Smellti af einni mynd á leiðinni, var þarna við Suðurlandsbrautina fyrir ofan Laugardalshöll.


Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...