1. febrúar 2016

Hjólað í janúar 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 226 km, þar af 191 km til og frá vinnu og 35 km annað.

Hjólaði 19 af 20 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en var veik einn dag.  Sá að meðaltali 5 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 11 og minnst 2.

Svona segir endomondo.com að mánuðrinn hafi verið hjá mér.



Það snjóaði þónokkuð í mánuðinum og því fór ég oft leiðina Álfheima-Suðurlandsbraut-Laugarveg af því að á þeirri leið get ég almennt verið öruggari um að búið sé að skafa mesta snjóinn af stígunum.  Eins fer ég þá leið frekar ef það blæs mikið því hún er skjólbetri.  Snjórinn varð svo að klaka sem var leiðinlegur yfirferðar og þá var gott að komast á upphitaða stígnn á Laugarveginum.

Meðalhraði mánaðarins var 13 km/klst. 11. janúar (mánudagur) var merkilegur að því leiti að þann dag fór ég bæði hraðast yfir og hægast.  Á leið til vinnu var meðalhraðinn hjá mér 17 km/klst en á heimleið var meðalhraðinn 9 km/klst.  Um morguninn skráði ég hjá mér að klakinn væri svo til alveg farinn af stígunum og að veður væri stillt. En við fengum ekki lengi að njóta þess að hafa auða stíga því það fór að snjóa um daginn og því var færðin slæm á heimleið.  En það er einn af göllunum við snjóhreinsun á stígum að áhersla er lögð á að hreinsa stígana að morgni (sem er auðvitað frábært) en ekki farið yfir stígana aftur ef snóar yfir daginn eða skefur.

Að mínu mati væri mjög til bóta  ef borgin gæfi út og setti sér að halda ákveðnum leiðum hreinum og þá gæti maður reynt að koma sér á þá stíga þegar snjóar yfir daginn.  Eins finnst mér mikil synd að "lifandi" kortið á borgarvefsja.is sé ekki að virka.  Ef allt væri eins og það ætti að vera þá væri þar hægt að sjá hvaða stíga búið er að hreinsa og hversu langt er síðan (velur að skoða 1 kst aftur í tímann, 2 kst, 4 eða 8).  En vonandi kemst það einhverntíman í gagnið.

Hér eru svo tvær myndir sem ég klippti af endomondo.com sem sýnir afrek mín þar  frá því ég hóf að nota það forrit.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...