Lengi vel hélt ég að ég væri eins venjuleg og hægt væri að vera. Auðvitað er fyrir mér allar mínar venjur, kækir og siðir "venjulegt".
En þá er það spurningin hvað er venjulegt?
- er venjulegt að greiða á sér hárið á hverjum morgni og bursta tennur?
- er venjulegt að vilja ekki snýta sér því það er svo ógeðslegt?
- er venjulegt að fara út að moka snjó áður en farið er í vinnuna?
- er venjulegt að vinna hjá ríkinu og fá ríkislaun og vera bara sáttur við það?
- er venjulegt að eiga oftast í vandræðum með kvöldmatinn?
- er venjulegt að vilja helst skríða upp í rúm á kvöldin um kl 10?
Undanfarið hafa menn verið að segja mér (í óspurðum fréttum) að ég sé ekki venjuleg og þannig hafi ég aldrei verið. Augu mín hafa verið að opnast fyrir þessu.
t.d. er ég ekki venjuleg á lengdina, ég er ekki með venjulega sjón. Líklegast er ekki venjulegt þetta með snjómoksturinn og fleira væri hægt að tína til ef menn rýna í hlutina ;)
En í þessari trú minni að ég væri eins venjuleg og hægt væri að vera þá tók ég persónulega til mín það sem fundið var út í könnunum. Þið vitið meðal Íslendingur eyðir svo og svo miklu í þetta og hitt, kannanir sýna að meirihluti gerir svona og svona - og ég gat orðið voða sár ef verið var að herma upp á mig (meðal manneskjuna) eitthvað sem ekki átti við.
Ég skal nú bara segja ykkur það að það er miklu betra að vera ekki venjulegur. Nú þegar ég veit það þá get ég leyft sérvisku minni að blómstra og dafna - því ef öllu er á botninn hvolft er það þá ekki venjulegra að vera pínulítið skrítinn?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
4 ummæli:
Lauk rétt : ) og það er nebbla svo skrítið að maður jú miðar allt út frá sjálfum sér, ég er normið og það sem er öðruvís(ar)i hjá öðrum finnst manni vera skrítið.
Nei elsku dúllan mín, þú ert alveg yndislega óvenjuleg og ekki voga þér að breyta því!!
Þú ert þú sjálf og ef einhver er ekki sáttur við það getur honum bara kúkt í sig :D hí hí!!
Jamm kæra systir þú hefur jú aldrei verið alveg venjuleg og ekki er laust við að ég hlakki nokkuð til þessa tíma sem nú fer í hönd þar sem þú leifir öllu þessu "óvenjulega" að koma fram :)
Þetta er slandall!! Ekkert Bjarneyjarblogg í dag???
Skrifa ummæli