Eilíft vandamál á mínu heimili er kvöldmatur. Hvað á að hafa í kvöldmatinn? Hver á að elda? Hvað er til?
Það er ekki til í mér tilfinning fyrir matselt. Þegar ég skoða matreiðslubækur gæti ég rétt eins verið að skoða símaskrána með myndum þetta bara höfðar ekki til mín. Hinsvegar finnst mér gaman að borða góðan mat og dáist að fólki sem ekki bara getur eldað góðan mat heldur líka galdrað hann úr svo til engu, að því stundum virðist. Og heyra suma tala um hvað þetta og hitt sé ekkert mál að elda. Það sem er ekkert mál að mínu mati að elda er t.d. að hita pylsur og spæla egg.
Mikið vildi ég hafa efni á því að ráða kokk til að sjá um kvöldmatinn, kaupa inn, plana hvað á að vera og elda. Þá væri lífið dásamlegt...
10. janúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
5 ummæli:
Ja hérna og hér. Ég hef unun af góðri matseld og helst dálítið tímafrekri. Ég á það til að ætla að elda eitthvað ofur einfalt, skoða uppskriftir en nota þær ekki beint heldur fæ hugmyndir frá þeim. Ég verð eiginlgega andsetinn og ég byrja að elda og það er allt komið á hvolf í eldhúsinu 2 tímum síðar, er búinn að skjótast í ríkið í millitíðinni og kaupa vín með matnum ofl...en þetta á ekki við öll kvöld vikunnar, þá er yfirleitt bara verið að brjóta heilann um hvað skal eta og það endar í skyrhræringi eða KFC af andleysinu.
Hef oft velt því fyrir mér hvernig fjölskyldan í karfavogi fer að því að halda sér svona grannholda núna hef ég líklega fengið svarið :)
Sú spurning sem unnið hefur hjónabandi mínu mest til miska er líklegast einmitt "hvað eigum við að hafa í matinn?"...
Að sama skapi held ég að mest ósexí spurning á jarðríki sé. "Eru til kartöflur?"
En það er kannski bara ég?
PS: Flott blogg Fransína mín.
Nei nei nei hér hafa liðið tveir dagar og enn er sama bloggið uppi við!! Þetta getur ekki gengið svona, skrifa meira.
Sko ég bara hlusta ekki á svona, löngu búin að bæta inná bloggið hja mér og allt. Þetta virðist bara stundum vera eitthvað lengi á leiðinni...
Skrifa ummæli