23. janúar 2006
Saklaus vörn á skóna mína...
Keypti mér vörn á skóna mína í síðustu viku. Þetta er svona spreybrúsi með einhverju undraefni í sem á að vera betra en silíkonið sem notað hefur verið og á að passa sérstaklega vel upp á skóna mína í snjó og bleytu skv. sölumanni.
Þegar ég kom heim las ég utan á umbúðirnar til að átta mig á því hvernig best væri að bera sig að við þetta. Það kom svolítið fát á mig við lesturinn: "Notið aðeins utandyra. Spreyið aðeins í stutta stund, getur valdið skemmdum á öndunarvegi. Látið þorna úti. Ekki spreyja þar sem gólfefni er undir því gólfið verður hættulega sleypt. Látið ekki komast í snertingu við húð. Eitthvað var líka minnst á augu man ekki alveg hvernig það hljómaði." Þetta er það sem ég man í fljótu bragði. Auðvitað voru ekki leiðbeiningar á íslensku og það var ekki auðvelt að lesa heldur því textinn var bæði smár og þannig staðsettur á brúsanum að það þurfti stöðugt að snúa honum til að sjá hvað kom næst. Við lesturinn hljómaði þetta sem stórhættulegt efni og mesta furða að hver sem er geti keypt án þess að fá einhverskonar kennslu/leiðbeiningar um meðhöndlun.
Ég svoddan skræfa með þessa hluti. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að ég kaupi eitthvað hreinsiefni fyrir heimilið, en eftir að lesa aftan á það þá þori ég ekki fyrir mitt litla líf að nota það.
En ég var ógurleg hetja með skóvörnina mína. Fór út og spreyjað eins lengi og ég gat haldið niðrí mér andanum, hljóp þá inn og andaði og aftur út til að spreyja hinn skóinn. Verðlaunin eru að skórnir mínir eru glansandi glæsilegir og vel varðir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
7 ummæli:
Var þetta kannski selt sem fullkomlega umhverfisvænt og alles?
Ja ég helt nú , í einfeldni minni, að allir spreybrúsar væri svona merktir, en ég fór núna rétt áðan og skoðaði aftan á ansi marga og það var nú ekki svona rosaleg varúðarlýsing eins og þú talar um í pistli þínum, svo eitthvað hlítur þetta nú að vera eitrað.
Nei, nei hún er ekki umhverfisvæn (þó það væri mér líkt að kaupa eitthvað svoleiðis).
Maður á kannski líka að taka það fram og umdrædd spreytegund er ekki sú sama og er á meðfylgjandi mynd.
Bang! Verið að lýsa stórhættulegri vöru með ranga mynd á heimasíunni. Ég sé málaferli í spilunum.
Ábending til þeirra sem eru í vanda með y eða ekki y, ellegar ý eða ekki ý. Notið Google!
Á google.com er hægt að sækja sérstakan "toolbar" sem sest að efst í glugganum hjá manni þannig að leitarvélin er alltaf innan seilingar, þegar maður er á netinu.
Þegar það tæki er komið á sinn stað þá er y hjálp innan seilingar.
Skrifaðu í leitargluggann
site:is býr (eða það orð sem verið er að vandræðast með)
og þá sérðu vinstra megin að Google finnur 183.000 síður þar sem orðið býr kemur fyrir á íslenskum vefsíðum.
Ef þú prófar síðan að skrifa
site:is bír þa koma aðeins 1010 stk og fyrstu síðurnar sýna að það er bara eitthvað rugl.
Aðrar niðurstöður:
kíkja 108.000 en kýkja 1.100
Þessa aðferð má líka nota við réttritun á enskum orðum en þá sleppir maður bara site:is og skrifar bara orðið beint sem maður leitar að.
Munið að gera bara annað orðið í einu.
Takk fyrir þetta kæri frændi, þörf ábendin og allt það.
En ég sé í gegnum þig á svip stundu. Það sem þú vilt helst er að komast á listann hjá mér undir heitinu "skemmtilegir bloggarar" og eins og Jesú sagði svo skemmtilega: verði svo sem þú óskar.
Já ég hefi átt við þetta vandamál að stríýða og nota einmitt google mér til hjálpar, virkar ágætlega, en stundum er maður bara svo viss um að maður sé að gera rétt og athugar ekki.
Skrifa ummæli