1. september 2006

Blogghringurinn

Ákvað að breyta út af venjulegum blogghring, sem annars er að verða eitt af morgunrútínunum hjá mér. Mínir nánustu bloggarar hafa verið óduglegir í sumar en eru þó að vakna til lífsins einn og einn. Nokkrir eru dottnir eða að detta úr hringnum mínum og fá ekki heimsókn nema 1x í viku eða sjaldnar, vona samt að þeir fari að taka við sér því þeir eru skemmtilegir skrifarar, sem er ástæðan fyrir því að ég kíki enn inn til þeirra.

Fór í smá ævintýraferð þar sem ég fiktaði mig áfram með hinn og þennan likinn. Það getur verið gaman sérstaklega ef maður hefur smá tíma (sem ég hef nú kannski ekki, er svolítið að stelast).
Það er gaman að sjá hvað bloggið er fjölbreytilegt. Rakst svo sem ekki á neitt extra áhugavert í þetta skiptið.

En vonandi fara allir hinir sofandi bloggarar í blogghringnum mínum að vakna og skrifa og skrifa því þá er svo gaman hjá mér að skoða og skoða.
Vil jafnfram þakka þeim sem eru vaknaðir því án þeirra hefði áhuginn líklegast dofnað algjörlega og horfið.

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Sniðugt Bjarney en ég var í gær að búa til nýtt blogg hjá mér en þurfti frá að hverfa vegna anna, og gat ekki klárað það, en það fjallaði nánast um sama efni og innihald bloggs þíns : )

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...