28. febrúar 2007

Leikjanet.is

Þessi síða er auðvita bara frábær. Hef fundið þar fullt af skemmtilegum leikjum sem stytta mér stundir meðan beðið er í síma (þú ert númer 25 í röðinni...) eða bara ef manni leiðist og vill ekki gera neitt sem "þarf" að gera.

Hér eru nokkrir sem ég hef gaman að:

Grow cube er leikur þar sem rökhugsun fær að njóta sín. Leikurinn felst í því að setja rétta hluti út á kubbinn á réttum tíma. Ef allt er gert í réttri röð þá vex og blómstrar líf á kubbnum.

Mahjongg. Þessi er klassíkur. Ég er að berjast við hann um þessar mundir. Fyrst byrjaði ég á Red Dragon, full af sjálfstrausti, því ég er ógeðslega klár. En varð að játa mig ekki eins klára og ég hélt og er að berjast við Cloud-Normal eftir að hafa lokið hinum tveimur stigum á undan.

Connect2 er nokkuð skemmtilegur. Þarna er unnið í kapp við tímann og þarf að finna allar samstæður áður en tíminn rennur út (bara til að fá upp nýtt borð með því sama, er samt gaman að honum).

Jamm þetta eru sem sagt þeir leikir sem ég mæli með í augnablikinu.

Væri gaman að fá ábendingar um skemmtilega leiki.

4 ummæli:

Refsarinn sagði...

Þetta verð ég að skoða.

BbulgroZ sagði...

Ég skal tala við Ívar Fannar fyrir þig, hann getur bent þér á margan frábærann leikinn á þessum síðum, vænti ég.

Nafnlaus sagði...

Þessa dagana er ég húkt á bubbles.
Það er einnig hægt að finna á leikjanet.is

Refsarinn sagði...

Prófaði Mahjongg í gær og það lítur út fyrir að fresta verði MS ritgerð eitthvað freka:)

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...