6. mars 2007

Óhreinn þvottur - hreinn þvottur.

Undur og stórmerki gerðust í gær þegar við keyptum okkur þurrkara.

Við eiginlega neyddumst til þess því það hefur ekki verið hægt að hengja upp þvott í þurrkherberginu í 2 vikur vegna klóakfnyks og báðar þvottakörfurnar okkar orðnar yfirfullar. Ekki það að við höfum eitthvað á móti þurrkurum sem slíkum, það hefur bara ekki verið þörf á honum fyrr. En þvílíkt undra tæki. Settum auðvitað prufukeyrslu í gang í gærkvöldi og handklæðin komu svona ljómandi mjúk og mátulega þurr út úr apparatinu eftir rúman klukkutíma.

Og nú verður þvegið maður minn. Þessi elska tekur 7 kg sem ætti að vera u.þ.b. 1 og 1/2 þvottavél. Þannig að 3 vélar á dag þar til allt er orðið hreynt hljómar vel í mín eyru.
Já nú er gaman að þvo.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ja hérna, hvernig er hægt að hafa ekki átt þurrkara með tvö börn???
En þú ert nú líka ein sú nægjusamasta kona sem ég hef hitt!

BbulgroZ sagði...

Æðislegt!!

Þorkatla sagði...

ég segi það sama, hvernig er hægt að lifa af án þurrkara? ég bara skil það ekki.
Þú er meira en nægjusöm, þetta jaðrar við sjálfpíntingarkvöt

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...