Undur og stórmerki gerðust í gær þegar við keyptum okkur þurrkara.
Við eiginlega neyddumst til þess því það hefur ekki verið hægt að hengja upp þvott í þurrkherberginu í 2 vikur vegna klóakfnyks og báðar þvottakörfurnar okkar orðnar yfirfullar. Ekki það að við höfum eitthvað á móti þurrkurum sem slíkum, það hefur bara ekki verið þörf á honum fyrr. En þvílíkt undra tæki. Settum auðvitað prufukeyrslu í gang í gærkvöldi og handklæðin komu svona ljómandi mjúk og mátulega þurr út úr apparatinu eftir rúman klukkutíma.
Og nú verður þvegið maður minn. Þessi elska tekur 7 kg sem ætti að vera u.þ.b. 1 og 1/2 þvottavél. Þannig að 3 vélar á dag þar til allt er orðið hreynt hljómar vel í mín eyru.
Já nú er gaman að þvo.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
ja hérna, hvernig er hægt að hafa ekki átt þurrkara með tvö börn???
En þú ert nú líka ein sú nægjusamasta kona sem ég hef hitt!
Æðislegt!!
ég segi það sama, hvernig er hægt að lifa af án þurrkara? ég bara skil það ekki.
Þú er meira en nægjusöm, þetta jaðrar við sjálfpíntingarkvöt
Skrifa ummæli