15. mars 2007

Pöntun á vöru í síma.

Fyrirtæki: Fyrirtækið góðan dag.
Ég: Góðan dag. Bjarney heiti ég hringi frá Fyrirtækinu-sem-ég-vinn-hjá, ég ætla að panta hjá ykkur.
Fyrirtæki: Já, sæl. ...


Og nú spyr ég, hvað meinar viðkomandi þegar hann segir "sæl"? Man hann eftir mér frá því ég pantaði síðast og finnst gaman að heyra í mér aftur?
Þetta virðist vera það nýjasta í símsvörun og móttöku pantana núna.

Persónulega nota ég þetta orð ekki nema ég þekki viðkomandi eða er farin að kannast ágætlega við hann. Mér finnst pínu skrítið að nota þetta við hvern sem er.
Fyrst hélt ég að mín fötlun við að muna eftir fólki væri sökudólgurinn og remdist við að átta mig á hvern ég væri að tala við, en er nú komin á það að þetta sé almennt notað hvort sem viðkomandi man eftir mér eða ekki.

3 ummæli:

Smútn sagði...

"Sæl" eða "sæll" káfar ekki upp á mig. Eitt getur þó hreyft við miðtaugakerfinu í mér og það er þegar sölumenn fyrirtækja kalla mig "vinur" þegar þeir hringja og bjóða eitthvað til sölu.

BbulgroZ sagði...

Sæll eða sæl er orð sem ég einmitt nota ekki á fólk sem ég þekki, heldur þekki ekki. Helgan er jú alin upp austanmegin við "fjallið" og segir hún sæl við móður sína og systur (í síma) og hef ég einmitt oftar en ekki hnotið um það og sagt: "hurðu, varstu ekki örugglega að tala við einhvern þér nákominn??" og hún svara þá með júinu sínu, sem ég dett um aftur því hún notaði orðið SÆL þegar hún svaraði í síman. Stór furðulegt...

En eins og Smútn segir, þá má maður vera heppinn meðan maður er ekki ávarpaður "vinur" eða með mans eigin nafni, það er ávísun á að ég skelli á viðkomandi.

Guðsblessun!!

Nafnlaus sagði...

Hvað þýðir sæl? skiptir það einhverju máli hvenær þetta er notað. Er réttara að segja blessuð eða blessaður?

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...