21. mars 2007

Sætuefnið Aspartam


Það er nú svo að mín tilfinning er að sætuefni séu ekki eins frábær og menn hafa haldið. Og þegar maður hefur svona tilfinningu þá er ánægjulegt að fá staðfestingu á því frá fræðingum.

Rakst á grein í gær um skaðsemi sætuefnisins Aspartam. Greinin er skrifuð af manni sem hefur menntatitilinn Osteópati, B.Sc. (hons), hvað sem það nú táknar. Og þið getið nálgast hana hér.

Það dregur örlítið úr ánægjunni hversu mikil áhersla er lögð á samsæriskenningu og finnst mér það jafnvel draga úr trúverðugleika þess sem verið er að fjalla um. Það er eitthvað við samsæriskenningar, bæði geta þær verið mjög spennandi en líka eitthvað svo klikk.

Á vísindavef Háskóla Íslands er eftirfarandi spurningu svarað: "Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?" Í svarinu kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á skaðsemi efnisins. Menn hafi verið látnir drekka 12-30 gosflöskur með efninu í, en ekki hafi komið annað fram en höfuðverkur hjá sumum. En samt er tekið fram að ekki sé vitað um langtímaáhrif neyslu á efninu. Sá sem svarar er prófessor í læknisfræði við HÍ.

Eftir lestur greinarinnar hef ég farið að lesa utan á umbúðir eins og t.d. á tyggjóinu sem ég japla og oftar en ekki er þetta Aspartam í þessum vörum. Hmmm, á maður eitthvað að fara að spekúlegar í þessu nánar???

Enn einn texta fann ég sem segir svo til það saman og prófessorinn, bara ekki eins formlega sett fram (smellið hér til að sjá). Þar hafa menn svo sett inn komment og er eitt þeira bara svo fyndið að ég smelli því hér í lokin hjá mér (samsæriskenning í sínu ýktasta formi)

"Getu þú bent mér á "allar þessar rannsóknir" eða ertu að endurtaka eitthvað sem að þú "last á internetinu". Vissuð þið líka að Rumsfeld kom því gegn að allt drykkjarvatn er flúortbætt til þess losa sig við byrgðir af flúor sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við, einnig er það við flúor að hann brýtur niður sjálfsvilja okkar og lætur okkur vera undirgefin núverandi BNA stjórn, það var einnig lítil kjarnorkusprengja sem að grandaði tvíburaturnunum og frímurararnir vissu af þessu og settu leynileg skilaboð á dollarann þar sem (ef að þú brýtur hann rétt samann) þú sérð turnana falla."

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

Mjög skemmtileg lesning systir góð. Aspartam er eins og Glutamin aminosýra og undirstöðu eining í próteinum. Salt af A eins og af G (MSG)getur verið skaðlegt í stórum skömmtum en þá erum við líka að tala um stóra skammta.

BbulgroZ sagði...

Já svo er fólk sem á ákaflega erfitt með svona aukaefni, fær ofnæmisviðbröggð og hefur hátt þess vegna, og þá koma fram "náttúrusinnar" sem segja þetta vera í líki eiturs sem enginn ætti að borða oþh, að þetta safnist fyrir í heilanum og valdi Aldzheimer(hvernig sem það er nú skrifað)...ofstopinn er víða, pössum okkur bara á honum og allir verða vinir.

Van De Kamp sagði...

Skemmtilegur fróðleikur.. Er sko sammála þér með tilfininguna fyrir sætuefnunum.. Hef sjálf lent í því að verða veik eftir að hafa borðað vörur sem innihalda sætuefnið aspartam... Var samt lengi að átta mig á hver orsokin væri.. snarlagaðist eftir að ég hætti allri neyslu slíkra matvæla, gosdrykkja og sælgætis

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...