20. mars 2007

Kynleg vandræði

Þar sem ég er nú alin upp af henni mömmu minni þá blundar í mér kvenréttindaeitthvað og á ég það til að móðgast ógurlega til handa mínu kyni þegar á það er hallað.

En um daginn heyrði ég viðtal við háskólamann í útvarpinu og sem talaði um að í máli og ræðu væri það í raun karlkynið sem á væri hallað. Þannig er að kvenkyn í tungumálinu er nýjasta kynið. Áður var til samkyn (allt lifandi) og hvorukyn (dauðir hlutir).

Í tungumálinu í dag eru ýmis orð sem eingöngu eiga við kvenkyn, en karlmenn sitja eftir í samkyninu og eiga ekki sín eigin orð sem eingöngu vísa til þeirra sem karlkyns. Tekin voru dæmi um orð eins og "sá", "hann", "þeir", "allir".

Dæmi: "Sá hlær best sem síðast hlær" hér getur hvort sem er verið að tala um karlmenn sem kvenmenn og "Þeir sem hlustuðu... " er dæmi um það saman.

Og nú er svo komið að frásagnir geta orðið til vandræða því ekki vill maður alltaf vera að skrifa hann/hún, þeir/þær þ.e.a.s. báðr kynmyndirnar því það er bara kjánalegt. Eru karlmenn ekki sármóðgaðir yfir þessu?

Áhugasömum er bent á Víðsjá á Rás1 mánudaginn 12. mars sl.

2 ummæli:

Refsarinn sagði...

Nei m'er er 'omogulegt ad modgast fyrir alla kalla. Their eru bara ekki eg og that sem their gera eda hugsa hefur ekkert med mig ad gera. Eg get adeins borid abyrgd a mer sjalfum.

Þorkatla sagði...

Ég hef aldrei skilið þessa þörf eða vitleysu með að taka fram hann/hún o.s.frv. Þar sem mæður okkar ólust undir sömu uppeldisstefnu hefur þessi þáttur einnig átt mikið erindi á mitt heimili. Mér hefur alltaf fundist og skilist og lærðist í skóla að hann og maður er vísan í mann, kvenmann og karlmann, þannig væru allar konur menn!

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...