Um síðustu helgi bjó ég mér til lítinn matjurtargarð. Það tók u.þ.b. 3 klst að rista upp grasið, grjót- og rótahreinsa og stinga upp moldina. Afraksturinn er beð sem er 100x300 cm að stærð (og töluverðar harðsperrur). Niður í beðið fóru 11 kartöflur, gulrótar- og blómafræ (til skrauts).
Það kom strax í ljós að ekki er nóg að raða steinum í kringum beðið til að forða því frá átroðningi. Svo í gær kíktum við hjónin í Garðheima og keyptum þetta líka svakalega fína míni-gróðurhús sem við settum yfir beðið eftir að búði var að raka það til, bæta við gulrótar-, radísu- og kálfræjum. Nú bíður maður spenntur eftir að allt fari að spretta.
Síðan keyptum við okkur safnkassa undir garðúrgang og svona hitt og þetta úr eldhúsinu. Hefði aldrei trúað því að þetta gæti verið svona gaman. Nú dundar maður sér við að setja ávaxtaafganga, kartöfluhýði og fleira matarkyns í dollu inni í eldhúsi og rölta svo með það af og til út í safntunnu.
4 ummæli:
Þetta er skemmtilegt, þarf að koma mér í þetta líka...er reyndar farinn að safna af ávöxtum og grænmeti og grafa holu út í garði og láta þetta þar ofan í, ofsa skemmtilegt : )
O mig langar svooooo í svona gróðurhús :) ennþá betra ef ég gæti staðið þar inni og dundað mér. En þetta hljómar mjög spennandi..ja..nema kannski þessi kassi þaddna. hvað gerir maður svo við þennann kassa?
Í kassann setur maður allan garðúrgang s.s. lauf, hey (eftir slátt), arfa o.þ.h. og síðan matarafganga af heimilinu allt nema kjöt og mjólkurvörur (það má setja í suma kassa).
Eftir nokkra mánuði (eða ár fer eftir kössum) breytist þetta allt í fína og næringarríka mold sem bæði má nota í garðinn og fyrir pottaplöntur.
Ég væri SKO til í að hafa svona matjurtargarð en þegar maður býr í blokk er það víst ekki í boði... Gangi þér vel í garðræktinni ;)
Skrifa ummæli