Ætti frekar að vera út' að ganga.
Gangandi vegfarendur eru almennt í sínum eigin heimi, þekki þetta af eigin reynslu. Hugurinn reikar, það fer lítil hugsun í athöfnina sjálfa -að ganga- og áður en maður veit af er hugurinn kominn á flug.
Bara þessi litla staðreynd ætti að vera nóg rök til að aðskilja göngu- og hjólastíga.
Á sumum stígum er reynt að aðskilja þetta tvennt með málaðri línu, en mjög algengt er að menn misskilji línuna og eru röngu megin (mikið til túristar hefur mér fundist, greinilega finnst þeim rökréttara að hjólandi umferð fái meira pláss).
Annað sem gerist þegar við göngum og erum í okkar eigin heimi, við svingum um gangséttina.
Það ætti ekki að blanda saman gangandi og hjólandi, bíður hættunni heim. Vonandi fáum við hjólastíga flótlega sem eru aðskildir frá gangandi umferð og bílaumferð (eða allavega þannig að bílar komist auðveldlega framhjá hjólandi umferð).
Og að lokum. Setti hraðamet á hjólinu í dag. Fór í 34,7 km/klst!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Uss suss suss, þú ferð allt of geiyst stúlka!! 34,7...er þetta ekki svona rösklegur gönguhraði??
Bang! Fransína það er mjög hratt.
Óþolandi gangandivegfarandur með ipod.
Skrifa ummæli