27. júní 2007

Gamlir kunningjar

Fór fram hjá gömlum kunningja í gær morgun.


Þannig var að í nokkur ár hjóluðum við á móti hvort öðru á hverjum morgni. Þetta var þegar ég hjólaði alltaf Suðurlandsbrautina. Við vorum farin að heilsast svona á öðru ári (við Íslendingar erum ekkert of fljót að hleypa öðru fólki að).

Síðan kom að því að of margir voru farnir að hjóla þessa leið og kominn var tími til að finna aðra leið. Þá fór ég að hjóla Miklubrautina (eða dekkjasprengileiðina vegna allra glerbrotanna sem voru á þeirri leið). Það skemmtilega var að þessi kunningi minn, sem ég hef í mesta lagi sagt "Góðan daginn" við hafði greinilega fengið sömu hugmynd og var farin að hjóla þessa sömu leið. Svo enn hjóluðum við á móti hvort öðru og heilsuðumst.

Það kom svo að því eftir ótrúlega margar dekkjasprengingar að ég fékk nóg af umræddri leið. Á síðasta ári fór ég lang oftast Sæbrautina (5 km) og stundum Nauthólsvíkina (10 km, þegar ég er í extra góðu hjólastuði) eða Suðurlandsbrautina (4,5 þegar ég er löt) og ég man ekki til þess að hafa hjólað á móti manninum á síðasta ári.

En í gærmorgun var ég stemmd fyrir Miklubrautina og viti menn - þarna var hann. Við náðum hvorugt að átta okkur fyrr en akkúrat á þeirri sekúndu sem við mættumst, en það var eitthvað svo gaman að rekast svona á gamlan kunningja.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...