29. júní 2007

Símaskráin á pappírsformi


Óskaplega er hún nú úrelt greiið. Prófaði af ganni mínu að fletta aðeins í henni. Sjá hvort ég gæti fundið hana vinkonu mína sem býr úti á landi (já Inga það ert þú - og þú ert ekki í kránni).

Hef aldrei skilið af hverju þarf að skipta upp landinu í svæði. Það bara flækir málin. Betra væri að hafa alla í einni súpu og svo getur hvert svæði fyrir sig gefið út bækur af sínu svæði ef þeir vilja hafa það svoleiðis. Þoli ekki þá sjaldan ég þarf að fletta upp í þessari blessuðu bók að byrja á því að finna landsvæðið sem umræðir og svo þar undir bæinn/kaupstaðinn og þá loksins er hægt að leita eftir nafni.

Sem betur fer er til vefur sem heitir ja.is

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ha ha :D mín er enn í plastinu.
ja, þessi bók fær ekki háa einkunn ef ég er ekki í henni!

Refsarinn sagði...

Sammála með þessa skiptingu á landinu algert bull. Ég var einmitt að hugsa um þessa skrá um daginn og fattaði að líklega væri hún best geymd í bílnum. Ef maður þarf einhverntíman að fletta upp símanúmeri þá er það þar.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...