22. júní 2007

Er einhver sem veit...

Matjurtargarðurinn gengur glimrandi vel. Fengum okkur í gær salat með radísum og káli úr garðinum. Grænmeti bragðast alltaf best þegar maður ræktar það sjálfur.

En nú er spurningin. Á að hafa plastið yfir garðinum í allt sumar eða er kominn tími til að taka það af?

Nú eru kartöflugrösin vel sprottinn og farin að nálgast toppinn á "gróðurhúsinu" en gulræturnar eru ekki nærri tilbúnar þó grösin af þeim líti ágætlega út. Radísurnar eru eins og fyrr sagði lengra á veg komnar og kálið er alveg hægt að nota þó það eigi líklega eftir að stækka töluvert meira.

Er ekki einhver fróður þarna úti sem getur sagt mér til?

1 ummæli:

Refsarinn sagði...

Ég hygg að plastið sé hugsað sem einangurun til að verjast frostum sem vilja koma snemma vors. Þegar svona langt er liðið á sumarið er ekki hætta á sklíku meir og plastið því óþarft.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...