28. júní 2007

Keðjuverkun (Critical Mass)

Rakst á þetta á bloggi sem ég skoða af og til. Ákvað að skella þessu hér inn.

Allir sem vettlingi, hjóli, hjóla/línuskautum eða hjólabrettum geta valdið mæta í Glæsibæ fyrir klukkan 12 á hádegi á föstudaginn. Fréttatilkynning hér:

Keðjuverkun eða Critical Mass er viðburður sem vanalega er haldinn seinasta föstudag í hverjum mánuði í borgum og bæjum víðsvegar um heiminn þar sem reiðhjólafólk, og jafnvel hjólabretta-, hjólaskauta- og línuskautafólk fjölmenna göturnar.

Hver hefur sínar ástæður fyrir því að vera með en algengt er að fólk vilji vekja athygli á hjólum sem samgöngumáta í stað bíla og fá fleiri til að hjóla. Eða einfaldlega hjóla saman og skemmta sér í góðra vina hópi.

Fyrsta „keðjuverkunin“ á Íslandi verður haldin föstudaginn 29. júní kl. 12. Hjólað verður frá Glæsibæ að Ráðhúsinu um Laugaveg. Áætlunin er að halda atburðinn mánaðarlega.

2 ummæli:

Refsarinn sagði...

Æi ég hefði gjarnan viljað vera með. Þessi tímasetning býður bara þeim sem eru í sumarfríi eða vinna hjá ríkinu ;)

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Er sammála þér með tímasetninguna, hún er ekkert allt of góð.

Og þó ég vinni hjá ríkinu þá kemst ég ekki. Fannst þetta samt nógu sniðugt til að setja á bloggið mitt og þannig hugsanlega kvetja þá sem komast til að fara.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...