Hi Bjarney did you ever ask yourself is my penis big enough...
Svona hljómaði upphaf af ruslpósti sem ég fékk um daginn. Svo fæ ég af og til tilboð um viagra á góðum prís.
Er þetta nafnið mitt eða fá allir svona póst? (Þið vitið Barney - Bjarney)
Það var misskilningur í gamladaga þegar ég fór til systranna á Stykkishólmi eitt sumarið þannig að þær héldu að ég væri strákur og höfðu gert ráð fyrir mér sem strák. Var bara að velta fyrir mér hvort ruslpóstútsendarar væru að gera þessi sömu mistök.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
5 ummæli:
Blessuð og sæl. Þetta er ógeðslega fyndið:)nafnið þitt gerir örugglega gæfumuninn, því ég fæ aldrei svona "spennandi" tilboð af neinu tagi. Og svo er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, tek rúnt hingað á hverjum degi en er ekki alltaf af skilja eftir mig spor eins og kannski sést!!
Ha ha ha.. Ég fékk einmitt nákvæmlega eins póst í ruslpósti á vinnu-mailið mitt, er þess vegna ekki viss um að nafnið þitt geri gæfumuninn, nema Irpa sé karlmannsnafn í öðrum löndum.. ætti kannski að tékka á því ;)
neibb, ég er að fá þetta inná póstinn minn líka, svo ég held við getum útilokað nafna-mistökin :)
Nema að það séu nunnurnar á Stykkilshólimi sem rekur þessa netverslun, það er mín tilgáta.
Eða kannski ertu bara með lítið typpi?
Skrifa ummæli