19. september 2007

Verðmerkingar


Heyrði viðtal við formann félags verslunarrekenda á Akureyri (hann var titlaður eitthvað á þá leið). Verið var að velta fyrir sér verðmerkingum í búðargluggum á Íslandi og þá aðallega afhverju þær vanti á mörgum stöðum.

Taldi formaðurinn aðal ástæðu þess að verslanir verðmerktu ekki í búðargluggum væri sú trú að með því næðist að lokka fólk inn í búðina til að forvitnast um verðið.

Þetta finnst mér vera algjörlega út í hött. Þá sjaldan að ég fer í búðarráp þá yfirleitt sneiði ég framhjá þessum búðum einfaldlega vegna þess að í mínum kolli eru þetta dýrubúðirnar (og þá á ég við þessar rándýru með peysur sem kosta frá 15 þús).

Það hefur komið fyrir að ég í forvitni álpast inn í eina og eina óverðmerktabúð og þá er það yfirleitt eingöngu til að staðfesta þessa trú hjá mér.

Hvað finnst ykkur, hafið þið þessa tilfinningu líka með óverðmerktubúðirnar?

3 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Búðir erfiðar og oft leiðinlegar...spái ekki í verðið í útstillingagluggum, ath bara flíkurnar sem eru þar og hvernig stemningin er í búðinni...

Nafnlaus sagði...

þar sem ég vann nú í búð við Laugaveginn, hef ég skiptar skoðanir á þessu máli. Sjálfsagt mál að verðmerkja það sem ég myndi segja að væri svona aðaláherslan í útstillingunni, flíkur á gínum og þessi stærri stykki. En aftur á móti algjört "pain" þegar farið er fram á að maður merki hvern penna og strokleður sem settur er í gluggann. Þá getur þessi blessaða verðmerking hreinlega skemmt útlitið á útstillingunni sem er víst atvinnugrein útaf fyrir sig :)

Nafnlaus sagði...

Sammála! Fæ á tilfinninguna að búðin sé dýr! NB! á við um föt og stærri hluti. Ekki strokleður og penna ;)

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...