26. september 2008
Hjólafréttir
Fyrrihluta leiðarinnar var ég í nokkuð sterkum hliðarvindi sem þó meira ýtti á eftir mér frekar en hitt. En svo eftir smávægilega beygju varð all í einu logn eða a.m.k tilfinning eins og það væri logn og hún varði alveg þar til ég mætti öðrum hjólreiðamanni sem hafði gefist upp á að hjóla móti vindinum og teymdi hjólið sitt áfram.
Ég sem sagt hafði hressilegan meðvind í morgun og þegar ég skoðaði Garmin mælitækið á áfangastað sá ég að hámarkshraðinn hjá mér í þessari ferð var 37 km/klst sem er nokkuð meira en venjulega með mikið minna streði af minni hálfu.
Lifi meðvindurinn!
24. september 2008
Hjólafréttir
Þetta eru svona 5-13 sem ég sé á leiðinni í vinnuna (þetta er orðið ósjálfrátt hjá mér að telja hjólreiðamenn).
Verst að hjólið mitt er að verða bremsulaust, en ég á tíma eftir helgi í viðgerð. Ég vildi svo gjarnan kunna þetta sjálf og hafa aðstæðu til að dúllast við að halda hjólinu við að ég tali nú ekki um að geta geymt fákinn inni á meðan hann er ekki í notkun.
Svo er það kostur við þá sem hjóla núna að þeir eru með hægri regluna á hreinu. En það er oft vandamál á sumrin þegar sem flestir eru að hjóla hvað margir fara ekki eftir þessari reglu.
Munið hægri regluna.
Það henti mig um helgina að ég var að keyra Langholtsveginn að tveir drengir komu hjólandi á móti mér á öfugum vegahelmingi! Það er ekkert að því að hjóla á götunni (þetta var á 30 km/klst hámarkshraða svæði) en þá verður engu að síður að hjóla á réttri akrein.
21. september 2008
Journey to the Center of the Earth 3D
Ég sat a.m.k. heima meðan hinir fjölskyldumeðlimirnir fóru í bíó. Lítið gaman fyrir eineygða manneskju að fara á svoleiðis.
13. september 2008
Ólympíuleikar
En nú vildi svo til að í síðustu viku lá ég veik heima og þá gafst mér tækifæri til að fylgjast með paralympics sem nú standa yfir eða ólypmíuleikum fatlaðra sem mikið er sýnt frá á BBC (þó þeir fylgist aðallega með sínu fólki og þeirra afrekum, skiljanlega). Það er alveg jafn spennandi að fyljgast með þeim og sjá allar þessar íþróttir sem ekki sjást að jafnaði í sjónvarpi eins og hjólastólakörfubolti, fótbolti blindra, kapp á hjólastólum, hjólreiðar og sund svo eitthvað sé nefnt.
Íþróttamennirnir eru flokkaðir eftir fötlun og það tekur smá tíma að átta sig á því öllu saman. Sundmenn eru t.d. flokkaðir sem S5 til S10. Því hærri tala því minni fötlun. Blindir sundmenn eru flokkaðir S11 til S13. S11 eru algjörlega blindir en S13 eru með einhverja sjón þó lítil sé.
Mikið hefur verið sýnt frá sundinu enda eiga bretar marga góða sundmenn og þeir hafa unnið til nokkurra gullverðlauna á þessu móti. Við eigum einn sundmann á mótinu Eyþór Þrastarson en hann er flokkaður sem S11, en því miður hef ég ekki séð hann í keppni. Eyþór komst áfram í úrslit og varð þar áttundi í mark. Frábær árangur, hann jafnvel bætti sitt eigið met í undankeppninni. Ég hef séð nokkrar keppnir þar sem blindir synda en þeir eru með hjálparmenn á báðum bökkum sem halda á stöngum til að pikka í sundmanninn þegar hann kemur að bakkanum til að láta vita hvenær bakkanum er náð. Hvernig er annað hægt en að dást að þessu fólki? Eða handalausu sundmennirnir sem þurfa að skella höfðinu í bakkann til að staðfesta að þeir séu komnir í mark.
Miklar væntingar voru til íþróttamannsins David Weir en hann hefur staðið sig mjög vel undanfarið í kappi á hjólastólum. Honum hefur ekki tekist að næla í gullverðlaun á þessu móti ennþá en er komin með eitt silfur og eitt brons. Hann mun keppa í dag í 400m vegalengd, verður spennandi að sjá hvort hann nær gullinu þar.
Svo er það hlauparinn Oscar Pistorius sem margir þekkja vegna þess að hann sóttist eftir að komast á ólympíuleikana og keppa með ófötluðum, en áhöld voru um það hvort hann hefði forskot fram yfir aðra hlaupara þar sem hann notast við gerfifætur frá Össuri. Ég sá hann keppa í 100 m hlaupi þar sem magnað var að sjá hvernig hann náði að sigra á síðustu sekúndu. En hann var frekar hægur af stað en náði svo upp góðum spretti alveg í bláendann á hlaupinu.
11. september 2008
Eninga meninga...
Það sem er í greiðslu hjá okkur er: Sími, rafmagn, fasteignagjöld, ruv, húsfélagið og lánið af íbúðinni.
árið 2006-7, greiddum við kr. 58.000,-
árið 2007-8, kr. 62.500,- hækkun um 4.500 á mánuði eða 7,8% hækkun
árið 2008-9, kr. 79.000,- núna hækkun um 16.500 á mánuði eða 26,4% hækkun!
Sama tímabil hækkuðu launin mín um 9% milli fyrstu tveggja tímabilanna og um 16,9% milli seinni tveggja. Miðað við þetta eru tekjurnar okkar að skerðast töluvert.
Og nú hef ég ekki tekið með í reikninginn matvörur eða fatnað en við vitum öll að þau útgjöld hafa hækkað töluvert undanfarið.
Ætli maður neyðist ekki til að herða sultarólina um eitt gat eða svo.
5. september 2008
Klukk
Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina:
1. Unglingavinnan
2. Skógrækt Reykjavíkur. Kynntist þar skemmtilegu fólki sem leiddi til góðrar vináttu og til þess að ég hitti manninn minn.
3. Skrifstofustarf hjá malbikunarfyrirtæki. Alin upp til að sinna því starfi, var bara pínulítil þegar ég byrjaði að raða fylgiskjölum í ávísanaröð, ofsa skemmtilegt (ég er ekki að grínas mér fannst það gaman).
4. Skrifstofan þar sem ég er núna. Afleiðing af uppeldisstarfinu?
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
1. Dirty Dancing. Hverjum finnst sú mynd ekki skemmtileg? Sá hana 3x í bíó á sínum tíma og þori loksins að viðurkenna það.
2. 50 first dates. Kemur mér alltaf í gott skap.
3. The Scarlet Pimpernel með Jane Seymour. Ég er greinilega svolítið fyrir rómantískar myndir.
4. Fifth element og fleiri góðar með Bruce Willis.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1. Dog Whisperer. Eins og ég er lítið fyrir hunda í alvörunni þá hef ég mjög gaman að því að sjá þá (og eigindurnar) kennda rétta siði.
2. Life on earth. Held ég fái ekki leið á þessum þáttum.
3. Friends. Virðist heldur ekki fá leið á þeim.
4. How I met your mother.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Danmörk... Nokkrum sinnum
2. Frakkland. Þó mestur tíminn hefði verið í Disney landi. Get vel hugsað mér að fara þangað aftur.
3. Snæfellsnes. Alltaf fallegt, alltaf gaman
4. Elliðaárdalurinn.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan Blogg:
1. mbl.is
2. visir.is
3. fjallahjolaklubburinn.is (kanski ekki daglega, en nokkuð oft)
4. uuu... eiginlega bara blogg sem ég svo skoða daglega.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
1. Harry Potter. Hef lesið allar bækurnar bæði á íslensku og ensku.
2. Bróðir minn ljónshjarta
3. Dagbók Önnu Frank
4. Ronja Ræningjadóttir
Fjórir Bloggarar sem ég klukka:
1. Eyrún
2. Auður
3. Inga
4. Arnar
2. september 2008
Haustið
En afhverju ætli haustútgjöldin komi mér alltaf svona á óvart?
Þetta er á hverju hausti, nýjar skólabækur, nýjir leikfimiskór og úlpur orðnar of litar. Vetlingar týndir eða ónýtir og fleira þvíumlíkt.
Ég var þó undirbúin fyrir annríkið á þessum tíma, sem er reyndar minna en venjulega. Kórinn ekki byrjaður að æfa, stelpurnar orðnar það stórar að ekki er eins mikið um afmælisveisluhald og áður. Og jafnvel minna fyrir því haft.
En það er samt púsluspil að koma öllu fyrir innan hvers dags og á hverjum degi eitthvað skipulagt sem þarf að gerast eða undirbúa.
Á morgun (3. sept) á t.d. Eyrún afmæli og þá verður eitthvað gert til að gleðja hana. Mæli með því að þið sendið henni afmæliskveðju á bloggið hennar: http://www.eyrun-virgo.blogspot.com/
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...