13. september 2008

Ólympíuleikar

Ólympíuleika er alltaf gaman að horfa á. Þá gefst tækifæri til að fylgjast með íþróttum sem oftast sjást ekki í sjónvarpi, a.m.k. ekki hér heima. Íþróttir eins og dýfingar, fimleikar, sund og hestaíþróttir er eitthvað sem ég hef gaman af að horfa á og ég nýt þess í botn á fjögurra ára fresti.

En nú vildi svo til að í síðustu viku lá ég veik heima og þá gafst mér tækifæri til að fylgjast með paralympics sem nú standa yfir eða ólypmíuleikum fatlaðra sem mikið er sýnt frá á BBC (þó þeir fylgist aðallega með sínu fólki og þeirra afrekum, skiljanlega). Það er alveg jafn spennandi að fyljgast með þeim og sjá allar þessar íþróttir sem ekki sjást að jafnaði í sjónvarpi eins og hjólastólakörfubolti, fótbolti blindra, kapp á hjólastólum, hjólreiðar og sund svo eitthvað sé nefnt.
Íþróttamennirnir eru flokkaðir eftir fötlun og það tekur smá tíma að átta sig á því öllu saman. Sundmenn eru t.d. flokkaðir sem S5 til S10. Því hærri tala því minni fötlun. Blindir sundmenn eru flokkaðir S11 til S13. S11 eru algjörlega blindir en S13 eru með einhverja sjón þó lítil sé.


Mikið hefur verið sýnt frá sundinu enda eiga bretar marga góða sundmenn og þeir hafa unnið til nokkurra gullverðlauna á þessu móti. Við eigum einn sundmann á mótinu Eyþór Þrastarson en hann er flokkaður sem S11, en því miður hef ég ekki séð hann í keppni. Eyþór komst áfram í úrslit og varð þar áttundi í mark. Frábær árangur, hann jafnvel bætti sitt eigið met í undankeppninni. Ég hef séð nokkrar keppnir þar sem blindir synda en þeir eru með hjálparmenn á báðum bökkum sem halda á stöngum til að pikka í sundmanninn þegar hann kemur að bakkanum til að láta vita hvenær bakkanum er náð. Hvernig er annað hægt en að dást að þessu fólki? Eða handalausu sundmennirnir sem þurfa að skella höfðinu í bakkann til að staðfesta að þeir séu komnir í mark.


Miklar væntingar voru til íþróttamannsins David Weir en hann hefur staðið sig mjög vel undanfarið í kappi á hjólastólum. Honum hefur ekki tekist að næla í gullverðlaun á þessu móti ennþá en er komin með eitt silfur og eitt brons. Hann mun keppa í dag í 400m vegalengd, verður spennandi að sjá hvort hann nær gullinu þar.
Shelly Woods keppir í sömu íþrótt og er flokkuð sem T54 eins og Weir. Það gekk mikið á í 5.000 m keppninni því þegar keppendur áttu ekki nema rétt rúmann hring eftir verður árekstur sem leiðir til þess að 6 keppendur detta úr keppni. Shelly Woods kemur önnur í mark og er afhent silfurverðlaunin. Ekki löngu seinna er ákveðið að afturkalla verðlaunin og að keppnin verði endurtekin. En Shelly lætur það ekki á sig fá og vinnur bronsið í endurtekinni keppni.




Svo er það hlauparinn Oscar Pistorius sem margir þekkja vegna þess að hann sóttist eftir að komast á ólympíuleikana og keppa með ófötluðum, en áhöld voru um það hvort hann hefði forskot fram yfir aðra hlaupara þar sem hann notast við gerfifætur frá Össuri. Ég sá hann keppa í 100 m hlaupi þar sem magnað var að sjá hvernig hann náði að sigra á síðustu sekúndu. En hann var frekar hægur af stað en náði svo upp góðum spretti alveg í bláendann á hlaupinu.



Mér finnst synd og skömm hvað lítið er sýnt frá þessum leikum í sjónvarpi almennt. Ekki bara vegna þess að þarna eru frábærir íþróttamenn heldur líka til að sýna okkur sem ekki þekkjum af eigin raun hversu lítil hindrun fötlunin er þegar kemur að íþróttum og gefa okkur tækifæri til að horfa framhjá fötluninni og sjá einstaklingana.

2 ummæli:

Refsarinn sagði...

Einmitt! Það er nógu erfitt að reima á sig hlaupaskóna þó maður þurfi ekki að reima á sig heilan fót.

BbulgroZ sagði...

SKO! Ég hefi gríðarlegan áhuga á íþróttum, þó aðalega knattspyrnu. Fæ á fjögura ára fresti áhuga á frjálsum íþróttum, þó aðalega skemri hlaupum (nenni ekki að setja mig inn í fótboltann þar, en auðvitað handboltan).

Ég er þeirrar fötlunar gæddur að hafa ekki áhuga á jaðarsporti og ég því miður get rétt svo þóst hafa áhuga á kvennaknattspyrnu (áhuginn vex þó sjálfsagt í takt við aldur Írisar minnar Huldu og hennar yiðkan : ) En að geta sett sig svona inn í íþróttir faltaðra, eins og þú hefur gert er aðdáunarvert. Ég verða bara að koma út úr skápnum með það að ég nenni ómögulega að setja mig inn í þessi mál. Ég hef val og ég vel og hafna í takt við það.
Svo röðunin er þessi:
Fótbolti- 6. flokkur breiðabliks er efst á listanum í príoriteringunni.
Flest er viðkemur Liverpool FC, nema þegar þeir eru að spila við skíta lið í deildarbikar.
Íslenska landsliði í fótbolta og svo Meistarflokkur breiðabliks í fótbolta.

Íslenska landsliði í handbolta
100-200 og 4x400m á Ólympíuleikum

Restinni af íþróttum má sleppa! :)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...