11. september 2008

Eninga meninga...

Fékk í gær bréf frá bankanum um nýja greiðsluáætlun á greiðsluþjónustunni. Enn og aftur umtalsverð hækkun, en við höfum ekki gert neina breytingu á því sem verið er að borga.

Það sem er í greiðslu hjá okkur er: Sími, rafmagn, fasteignagjöld, ruv, húsfélagið og lánið af íbúðinni.

árið 2006-7, greiddum við kr. 58.000,-
árið 2007-8, kr. 62.500,- hækkun um 4.500 á mánuði eða 7,8% hækkun
árið 2008-9, kr. 79.000,- núna hækkun um 16.500 á mánuði eða 26,4% hækkun!

Sama tímabil hækkuðu launin mín um 9% milli fyrstu tveggja tímabilanna og um 16,9% milli seinni tveggja. Miðað við þetta eru tekjurnar okkar að skerðast töluvert.

Og nú hef ég ekki tekið með í reikninginn matvörur eða fatnað en við vitum öll að þau útgjöld hafa hækkað töluvert undanfarið.

Ætli maður neyðist ekki til að herða sultarólina um eitt gat eða svo.

3 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Usss...ljótt er ef satt er!

Refsarinn sagði...

Jú ég hef svipaða sögu að segja systir góð en mikið djö. vildi ég vera að borga það sama og þú í greiðsluþjónustuna :Þ

BbulgroZ sagði...

He he...já ég líka Þórhalli...ég er nákvæmlega með 2x hærri upphæð + 20 þús kall :( En það er jú ekki neinum að kenna nema manni sjálfum hm.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...