5. september 2008

Klukk

Van De Irps klukkaði mig og að sjálfsögðu bregst maður fljótt og vel við.

Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina:
1. Unglingavinnan
2. Skógrækt Reykjavíkur. Kynntist þar skemmtilegu fólki sem leiddi til góðrar vináttu og til þess að ég hitti manninn minn.
3. Skrifstofustarf hjá malbikunarfyrirtæki. Alin upp til að sinna því starfi, var bara pínulítil þegar ég byrjaði að raða fylgiskjölum í ávísanaröð, ofsa skemmtilegt (ég er ekki að grínas mér fannst það gaman).
4. Skrifstofan þar sem ég er núna. Afleiðing af uppeldisstarfinu?

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
1. Dirty Dancing. Hverjum finnst sú mynd ekki skemmtileg? Sá hana 3x í bíó á sínum tíma og þori loksins að viðurkenna það.
2. 50 first dates. Kemur mér alltaf í gott skap.
3. The Scarlet Pimpernel með Jane Seymour. Ég er greinilega svolítið fyrir rómantískar myndir.
4. Fifth element og fleiri góðar með Bruce Willis.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1. Dog Whisperer. Eins og ég er lítið fyrir hunda í alvörunni þá hef ég mjög gaman að því að sjá þá (og eigindurnar) kennda rétta siði.
2. Life on earth. Held ég fái ekki leið á þessum þáttum.
3. Friends. Virðist heldur ekki fá leið á þeim.
4. How I met your mother.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Danmörk... Nokkrum sinnum
2. Frakkland. Þó mestur tíminn hefði verið í Disney landi. Get vel hugsað mér að fara þangað aftur.
3. Snæfellsnes. Alltaf fallegt, alltaf gaman
4. Elliðaárdalurinn.

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan Blogg:
1. mbl.is
2. visir.is
3. fjallahjolaklubburinn.is (kanski ekki daglega, en nokkuð oft)
4. uuu... eiginlega bara blogg sem ég svo skoða daglega.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
1. Harry Potter. Hef lesið allar bækurnar bæði á íslensku og ensku.
2. Bróðir minn ljónshjarta
3. Dagbók Önnu Frank
4. Ronja Ræningjadóttir

Fjórir Bloggarar sem ég klukka:
1. Eyrún
2. Auður
3. Inga
4. Arnar

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...