Það er gaman að því hvað margir eru enn að hjóla á morgnana þrátt fyrir vind og rigningu.
Þetta eru svona 5-13 sem ég sé á leiðinni í vinnuna (þetta er orðið ósjálfrátt hjá mér að telja hjólreiðamenn).
Verst að hjólið mitt er að verða bremsulaust, en ég á tíma eftir helgi í viðgerð. Ég vildi svo gjarnan kunna þetta sjálf og hafa aðstæðu til að dúllast við að halda hjólinu við að ég tali nú ekki um að geta geymt fákinn inni á meðan hann er ekki í notkun.
Svo er það kostur við þá sem hjóla núna að þeir eru með hægri regluna á hreinu. En það er oft vandamál á sumrin þegar sem flestir eru að hjóla hvað margir fara ekki eftir þessari reglu.
Munið hægri regluna.
Það henti mig um helgina að ég var að keyra Langholtsveginn að tveir drengir komu hjólandi á móti mér á öfugum vegahelmingi! Það er ekkert að því að hjóla á götunni (þetta var á 30 km/klst hámarkshraða svæði) en þá verður engu að síður að hjóla á réttri akrein.
24. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli