Það var dimmt og rigning í morgun þegar lagt var af stað á nýju nagladekkjunum. Vinalegt marrið í nöglunum hljómaði eins og hinn fegursti söngur og í fyrstu var það eini munurinn á sumardekkjunum og nagladekkjunum. En þegar líður á er greinilegt að hjólið rennur ekki eins vel og áður og það þarf aðeins meira að hafa fyrir því að hjóla. Hjólið er virkar hálfum gír þyngra en áður.
En það er stöðugt og enginn aukatitringur eins og ég hafði búist við þar sem dekkin eru grófari. Hinsvegar var einnig skipt um sveifar og tannhjól svo það eru fleiri breytur en bara dekkin sem geta skekkt samanburðinn.
Mætti 5 hjólreiðamönnum. Tveir þeirra voru með svakalega flott ljós á hjólunum, þau blikkuðu en gáfu samt mjög sterka og flotta lýsingu á veginn fyrir framan. Mig grunar að þetta séu sambærileg ljós við þau sem kosta rúmlega þrjátíuþúsundkrónur í Erninum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
1 ummæli:
Sæl Bjarney mín. Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar maður heyrir talað um að setja nagladekk undir reiðhjólin sín :) En þú ert mögnuð að hjóla svona mikið, vildi að ég hefði þennan kraft. Ég reyni í staðinn að vera dugleg að labba og tekst það bara ágætlega...held ég :)
Góða helgi ;)
Kveðja, Auður.
Skrifa ummæli