22. október 2008

Hjólað í snjó í fyrsta skipti


Lagði af stað næstum 10 mín fyrr en venjulega því ég vissi ekki hvernig væri að hjóla í snjó eða hvort það væri hálka.

Fór stystu leiðina og var komin 10 fyrir 8 svo það var óþarfi að leggja fyrr af stað.


En þetta var skemmtileg upplifun. Fann ekki fyrir hálku, en sá bíla spóla af stað á ljósum. Þeir gætu auðvitað hafa verið á sumardekkjunum. Svo var ég svo heppin að hafa vindinn í bakið.


Ég ætla annaðkvöld á fræðslufund hjá Íslenska fjallahjólaklúbbunum um vetrarhjóleiðar, geri ráð fyrir að koma þaðan full af visku um hvernig best er að klæða af sér kuldann og fleira slíkt.


Mætti 6 öðrum hjóleiðamönnum sem felstir voru vel búnir með ljós og svoleiðis. Kom mér satt að segja á óvart hvað þeir voru margir.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Væri ekki sniðugt að bjóða stóra bróður með á fræðslufundinn annað kvöld ; )

kv
Adda

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

he he
Búin að því

:)

Refsarinn sagði...

Jú ég hefði getað verið einn af þessum sem þú mættir en það snjóaði svo duglega í andlitið á mér að ég gat varla litið upp. Þetta var annars bara hressadi.

Nafnlaus sagði...

Bjarney! "Jú gó görl"....enda langflottust :)

Kveðja úr snjónum á Akureyri, Auður

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...